Leita í fréttum mbl.is

Sé að

það er alveg kominn timi á blogg Ekkert bloggað síðan einhverntímann úr grárri forneskju.Ekki haft tima til þess fyrr enn nú. Ég fékk mér eða reyndar við fengum okkur páfagauk sem gæludýr og smátími hefur farið i að venja hann við okkur og okkur við hann. Þetta er Senigali sem er fjörugur en hljóðlátur fljótur að læra bæði trix og orð Er þegar kominn með yfir 80 orð Finnst gaman að naga allt sem hann getur náð í bítur ekki en á til að glefsa laust í þá sem eru að gera eitthvað sem honum líkar ekki. Finnst drullugaman að ferðast i bil en er nervus við strætó.

Hann fékk að fara í langferð austurfyrir fjall síðustu helgi þar sem hann eltist við kött sem var ekki eins hrifinn og lét sig hverfa skjótt.  Og er heim kom kjaftaði hann stanslaust næstu 2 tímanna fyrir háttinn.

Og hann á það til að hjálpa séer sjálfur t.d með sjónvarpið Nær í fjarstýringuna og kveikir á. En hefur enn ekki náð að velja stöð. Annars er bara horft á allt en animal planet og disney eru þó í uppihaldi sem og tónlist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Sniðugur fugl þetta sem þið hafið fengið ykkur,gangi þér vel í að siða hann...

Góða helgi.

Guðný Einarsdóttir, 18.9.2009 kl. 10:53

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þetta er frábær fugl....áður en lýkur tekur hann örugglega þáttí pólitík.....þar er nefnilega ýmislegt sagt en efndirnar eru svona og svona.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 23.9.2009 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband