Leita í fréttum mbl.is

Trú

Ég hef lítið blandað mér í trúmál enda haft frekar litinn áhuga á slíku. En er samt sem áður kominn á þá skoðun að kristni er meir og minna stolið og breytt efni. Svokallaða syndaflóð sem færa átti allt þurrlendi jarðar i kaf var bara litið staðbundið flóð við svartahaf samkvæmt gömlum grískum heimildum. Auk þess held ég að jarðarkringlan væri enn öll í kafi í dag ef hún hefði öll farið í kaf þar sem það tæki örugglega meir en 40 daga að sjatna..Jólin eru annað dæmi, var heiðin hátið á sínum tíma en góð markaðsetning að breyta því yfir í Kristhátið með sömu dögum á sama tíma Fólk hefur bara getað svissað yfir en haldið sömu hátið samt sem áður Jólatréð er einnig komið úr heiðni. Svo vilja þeir meina að framhaldslíf hafi ekki byrjað fyrr en með upprisunni Egyptar til forna vissu þetta löngu áður Keltar og forfeður okkar víkingar voru með þetta á hreinu löngu fyrir krist. Jafnvel Neardalsmenn voru með það á hreinu.  Spilling hefur einnig verið ráðandi Spörkuðum við ekki Katþólsku kirkjunni út á sínum tíma og afhausuðum helsta stjórnanda hennar hér á landi vegna spillingar og rányrkju Umburðarlyndi hefur heldur aldrei verið hennar aðal heldur. Ég hef hitt margt fólk úr mismunandi trúarbrögðum og það sem maður tekur mest eftir hefur verið umburðarlyndið sem virðist ekki vera til i kristinni trú. Búddatrú og Ásatrú hafa best komið út í því sambandi En kristin trú á líka góðar hliðar þó þær hafa ekki verið taldar upp...meira að segja margar góðar hliðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

heyr, heyr.............

Íris, 27.12.2006 kl. 16:54

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Best að segja bara kvitt. Gat endarlaust rölrætt svona lagað áður fyrr. Það er alltaf gaman að afla sér upplýsinga og fróðleik um trú og trúarbrögð og hvaðan siðirnir koma. Það er eins og þú segir ekki allt úr krisni sem kirkjan hefur tekið upp og við svo sem líka. Þeir tóku nú bara það sem hentaði þeim og settu allskonar hluti inn á kirkjuþingum. Jæja, nú er ég komin á stað. Best að hættaKvitt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.12.2006 kl. 17:21

3 Smámynd: Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir

Alltaf gaman að pæla gamli minn

Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, 27.12.2006 kl. 17:26

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta var áhugavert

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.12.2006 kl. 22:21

5 Smámynd: Örný Perný :D

Gleðileg jól og Gleðilegt nýtt ár

kveðja, Erna 

Örný Perný :D, 27.12.2006 kl. 22:52

6 Smámynd: Ester Júlía

SKemmtilegar pælingar hjá þér . En eins og margir aðrir þá held ég mig utan við rökræður um trúmál.  Það er eitt það leiðinlegasta sem ég geri að rökræða um þessi mál.  . Enda finnst enginn niðurstaða nokkurntímann. Það er kannski það leiðinlegasta.  En skemmtilegt að lesa þó..og gleðilega jólarest

Ester Júlía, 27.12.2006 kl. 23:24

7 Smámynd: Birna M

Ég veit ekki með vöntun á umburðarlyndi Óli minn, það er í flestum trúarritum, s.s mest seldu bók danmerkur í dag. þetta með syndaflóðið, þetta svæði sem um ræðir var fyrir fólkinu allur heimurinn svo að vissu leyti er þetta satt.  Annars þykist ég vera kristin og lesa mína bibblíu og les þar að ég eigi að umbera allt, svo einhverjir hafa verið að skrifa viðbætur. 

Birna M, 27.12.2006 kl. 23:48

8 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Það er misskilningur að setja samasemmerki á milli trúar og þess hvernig menn iðka trúna, bæði fyrr og nú. Menn misskilja og misnota allan andskotann. Það er ekki meiningin að maður eigi að trúa á mennina sem segjast trúa; mér skilst að einmitt þess vegna höfum við gerst mótmælendur (lúterstrúar).

gerður rósa gunnarsdóttir, 29.12.2006 kl. 09:17

9 Smámynd: halkatla

ég tók próf á netinu á sérstakri trúarsíðu um daginn (ég er trúarbrjálæðingur, vinalegur samt), hún heitir beliefnet.com eða .org og þar kom í ljós að ég átti 100% samleið með búddisma en 23% samleið með kaþólsku.... ég get ekki annað sagt en að ég sé sammála þér að mörgu leiti því ég er skráð í ásatrúarfélag íslands af því að ég laðast að umburðarlyndinu og frelsinu sem ríkir í hinum forna heiðindómi og hann á samleið með búddískum kenndum ;)

annars er biblían uppáhaldsbókin mín, og ég fúlsa eiginlega ekki við neinum helgiritum, sérstaklega ekki Baghavad Gitu og Eddu

halkatla, 29.12.2006 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband