Leita í fréttum mbl.is

Hrekkur

Var eiginlega óbeint valdur að því að einn félagi minn var vakinn á heldur hressilegann hátt. Átti hugmyndina en framkvæmdin var hjá öðrum. Fór í heimsókn en sá sem ég ætlaði reyndar að heilsa uppá var ennþá undir sæng. Svo í gríni stakk ég uppá að það mætti kasta til hans undir sæng einhverju hávaðasömu. Bróðir hans greip þessa uppástungu strax og fyrr en varði flaug vænn kínverji innfluttur undir sængina og áhrifin voru að 130 kg maður flaug upp með látum og öskri. Þegar grisslibjörninn ruddist fram í hefndarhug var bróðirinn kominn inní eldhús tístandi eins og mús enda erfitt að halda í sér hlátrinum Ég sökkti mér í leðursófann, japlaði á heimatilgerðu konfekti og sýndi sjónvarpsefninu mjög mikinn áhuga sem var um mammúta á síðust ísöld. Kona grisslibjarnarins reyndi sem hún gat til að hlæja ekki en sprakk á endanum, og reyndar gerðu það allir á endanum nema einn. Hann er núna að vígbúast á fullu og ætlar að hefna þegar hann finnur út þann seka. En ég er alveg saklaus og þarf ekkert að óttast Það var bróðir hans sem gerði þetta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

þú ert nú meir prakkarinn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.1.2009 kl. 23:36

2 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Laugheiður Gunnarsdóttir, 6.1.2009 kl. 10:15

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 6.1.2009 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband