Leita í fréttum mbl.is

Nýtt ár

byrjaði heldur betur með hörðum árekstri.Ekki þó á bilnum. Eftir nokkuð róleg áramót yfir mat og drykk í faðmi vina og fjölskyldu og eftir að hafa sprengt fáeina flugelda að íslenskum sið,var ákveðið að fara í smá neðansjávarsund. Köfunargræjurnar rifnar úr geymslu og útí bíl.Ekið á köfunarstað og allt gekk vel. Farið í búning og græjur settar á sig og enn allt tíðindarlaust. Svo var farið á bryggjuendann og stokkið framaf. Á síðustu sekúndubrotinu áður en maður skall í NorðurAtlanshafið sem maður hefði haldið að væri nógu stórt fyrir alla sá maður óvænta fyrirstöðu. Annar kafari á uppleið akkúrat á sama haffleti og ég er að fara niður og búmm.Báðir lifðu af og búnaður óskemmdur ef frá er talið fáeinar rispur á kútum. Eftir stutt tékk var áframhald á köfun og tíma eytt í heimi steinbíta og sela. Engin kreppa þar á bæ eða öllufremur þar á botni,þegar botninum var náð..

Gleðilegt ár öll sömul.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband