Leita í fréttum mbl.is

Eitt af

verkefnum dagsins það að segja gærdagsins var að púsla aðeins til í geymslunni. Fann þar vel rykugann kassa og lét verða að því að opna hann. Fann þar mína allra fyrstu skólatösku frá í den eða frá þeim tíma þegar ég var að stíga mín fyrstu spor í barnaskóla. Dökkbrún og lítil með mynd af mikka mús á trommum,félagi hans andrés önd með rafmagnsgítar og andrésina á mikrófóninum. Sem sagt þrjú á palli. I töskunni fann ég svo pennaveski grænt á litinn með vel nagaðan blijant ásamt strokleðri einnig vel nöguðu. Yddari var þarna líka reynar ónagaður. Svo var teikning. Sem ég held að hafi átt að sýna hest, er samt ekki með það alveg á hreinu. Annað sem i kassanum var,var bók um dýrategundir gömul útgáfa gefin út um aldarmótin 1900. Sem ekki myndi falla vel inní skólakerfið i dag. Gamall farmiði með Arnarflugi sáluga fannst einnig Hringferð svokallað pólarflug,flogið frá Íslandi yfir Grænland og yfir pólinn og lent á Svalbarða á bakaleið.Dagsferð.

Þá er bara að opna næsta og sjá hvað þar er að geyma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigdís Stefánsdóttir

Alltaf gaman að skoða í gömlum kössum og kirnum Rifjar upp minningar og vekur hugsanir sem voru löngu gleymdar.

Vigdís Stefánsdóttir, 25.7.2008 kl. 07:10

2 Smámynd: Margrét M

gaman að svona hlutum .. ég á skóla teikningarnar mínar síðan ég var 14 ára, ær eru betir en ég myndi gera í dag .. en það er örugglega gaman að eiga fyrstu skólatöskuna

Margrét M, 25.7.2008 kl. 10:03

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Gaman að opna gamla kassa,og skoða gamalt skóladótég á svoleiðis,og líka skrítnar teikningar

Guðný Einarsdóttir, 25.7.2008 kl. 10:07

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Alltaf gaman að rifja upp gamlar minningar, Hafðu það gott Ólafur minn.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.7.2008 kl. 17:36

5 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Duglegur bloggvinur, það er sem ég segi um karlmenn, amazing! Enda dásama ég þá þvílíkt í nýju færslunni minni, stundum verður maður að geta hrósað

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 25.7.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband