Leita í fréttum mbl.is

Nú eru

sumir væntanlegir ferðalangar að fá glaðning i pósti þar sem tilkynnt er um hækkun á ferðunum þeirra hjá ferðaskrifstofunum. Sjálfur hef ég sloppið við svoleiðis þar sem ég kláraði málið strax. En ef gengið hefði farið í hina áttina, hefðu þá ferðaskrifstofurnar sent bréf ? Um lækkun ferðar ? Ekki held ég það. Það er alltaf sama sagan hjá fyrirtækjum hér á landi Fljótt að taka við sér með að rukka inn hækkanir en ef lækkun er í gangi þá er ekkert gert og farið hljótt.

Var að sækja einn ferðalanginn í gærkvöldi sem búinn er að vera 3 mánuði erlendis í hitabeltinu Hann sagðist hafa verið á báðum áttum í því að koma Úr mjög ódýru verðlagi í dýrtíðina hér. En lét þó vaða.Sagði þó að gott væri að koma í hreina loftið hér.

Og djölullega gengur illa að fá viðgerðamann. Búinn að rekast á það síðustu 3 daga. Það nefnilega losnaði gluggi frá festingum sínum hjá mér fyrir þremur dögum og aðeins 2 litlar skrúfur halda honum á sínum stað. Á 3 hæð og fjölfarinn göngustígur fyrir neðan enda stutt í leikvöll sem er vinsæll. Hef hringt í 3 aðila sem sögðu allir að ætluðu að koma strax enda bara um tímaspurnsmál hvenær þessar 2 skrúfur gefa sig en ekkert hefur bólað á neinum þeirra enn og erfitt er að ná sambandi við þá Annaðhvort á tali eða ekki svarað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Renata

ufff, þetta með hækkanir er alveg rétt hjá þér, við erum líka búnir að ganga frá greiðslum sem fyrst, get ekki ímynda mér hvort við gætum fara ef það myndi rukka okkur vegna gengishækkanir

Renata, 9.7.2008 kl. 17:07

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Leiðinlegt að þér gangi svona ílla að fá viðgerðarmann. Já, það er gott að vera í hressandi loftinu hér þó það sé gaman að skreppa út.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.7.2008 kl. 17:52

3 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

viðgerðarmenn eru erfiðir viðfangs bý með einum!!! En getur þú ekki tekið upp skrúfjarnið og skrúfað blessaðar skrúfurnar sjálfur hihi bara smá grín,því biðin eftir viðgerð getur verið löng

Laugheiður Gunnarsdóttir, 9.7.2008 kl. 18:15

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Laugheiður: Það var það fyrsta sem ég hugsaði  ...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.7.2008 kl. 18:24

5 Smámynd: www.zordis.com

Ég hugsaði að það mætti nú bara taka gluggan í burtu í þessu blíðviðri!

En nokkrar skrúfur og vænt skrúfjárn gætu gert gæfumuninn.

www.zordis.com, 9.7.2008 kl. 20:40

6 Smámynd: Ólafur fannberg

er reyndar að hugsa um að gera þetta barasta sjálfur..

Ólafur fannberg, 10.7.2008 kl. 10:13

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já  reyndu bara gera við gluggana bara sjálfur ég er vissum að þú getur það.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.7.2008 kl. 11:01

8 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Svona á að gera þetta ,þig vantaði bara smá hvatningu þetta með skrúfurnar

Laugheiður Gunnarsdóttir, 10.7.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband