Leita í fréttum mbl.is

Skritið

hvað sumir muna það sem maður gerði eða tók þátt í þegar maður var á níunda eða tíunda ári. Hitti eldri mann sem byrjaði á því að segja hve langt var síðan hann hafi séð mig síðast,ég hafði bara verið smápolli þá. Svo skaut hann á mig með það að hann myndi alltaf eftir því þegar ég var að leika í skólaleikriti. Þar lék ég þjóf á flótta sem breytti sér í myndastyttu á torgi bæjarins. Og stal öllu steini léttara af þeim sem fengu sér sæti við styttustallinn. Þar á meðal var allt matarkyns sem bæjarbúar voru með og átti ég samkvæmt handriti að eta allt á staðnum Leikarar voru eitthvað um 20 sem allir höfðu eitthvað. Var hann að segja það hve allir voru hissa á að ég hefði torgað öllu þessu á einni sýningu. Og enn væri talað um þetta. Ég var reyndar löngu búinn að gleyma þessu en sá gamli mundi allt.

Eftir að gemsar voru allráðandi lenti ég í því að leika draug.Í miðri sýningu hafði draugurinn (ég) gleymt að slökkva á gemsanum og náttúrulega hann hringdi og ég gat ekki annað en svarað og salurinn sprakk. Tæknivæddur draugur á ferð á 19 öld en leikritið átti að gerast þá... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Renata

gaman að lesa svona sögur  

Renata, 16.6.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert svo skemmtilegur

Kristín Katla Árnadóttir, 16.6.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Gaman að þessu ....draugsiað fá sms...........þú ert nú ekki bogamaður fyrir ekki neitt

Solla Guðjóns, 16.6.2008 kl. 12:07

4 Smámynd: Birna M

Sannkallaðir leiksigrar

Birna M, 16.6.2008 kl. 14:40

5 identicon

hehehe

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 23:07

6 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Þú ert skemmtilegur

Guðný Einarsdóttir, 17.6.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband