Leita í fréttum mbl.is

Tók uppá þeim

anskota að ákveða það að tékka hve mikið af svokölluðum svindlpósti eða Nigeriupósti ég fengi yfir árið.Og rétt áðan var sá 100 að smeygja sig inn um netpóstlúguna. Það var sænskt fyrirtæki svona innan sviga sem var að tilkynna að ég hefði unnið 1,5 milljónir sænskra króna eða þannig sko. Eitt símtal hef ég fengið og með því meðtöldu væri það þá reyndar 101.Kom frá USA,Flórida. Átti semsagt að hafa unnið ferð fyrir 2 á skemmtiferðaskipi,allt uppihald frítt og enginn kosnaður En samt sem áður átti ég að borga um 900 dollara.Tilkynntu að allt væri hljóðritað. Ákvað að leika með sagði að ég vissi að það væri hljóðritað því ég væri að hljóðrita það.Kom aðeins á viðkomandi en svo hélt viðkomandi áfram. Rausaði um eitthvað viðloðandi ferðina og að útskýra af hverju ég þyrfti að punga út 900 dollurum þrátt fyrir að allt væri frítt Svo kom að því að fiska kortanúmerið. Þá var ég búinn að fá leiða á leiknum. Tilkynnti að hann fengi ekki kortanúmerið og ennfremur til að loka leiknum lét ég það flakka að nú væri ég ekki bara búinn að hljóðrita simtalið heldur líka að finna staðsetninguna og FBI væri búin að fá upplýsingar og væri örugglega á leiðinni. Sem var náttúrulega hrein og bein lygi. En viðbrögðin voru þau að allt í einu yrði hann að hætta og lagt var á Á ekki von á frekari hringingum hehehe.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já fólk má passa sig þetta er svo mikið svindl.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.4.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Renata

gott hjá þér

Renata, 18.4.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband