Leita í fréttum mbl.is

Tvær frænkur

kepptust um að mata mig á páskaeggjum og innihaldi þeirra í kvöld áður en ég mætti á vakt Auk þess var venjulegur matur í boði Svo ég er í spreng.Önnur þeirra etur ekki lakkrís og kom þeim hluta yfir á mig sem ég kom síðan yfir til systur hennar sem skilaði hluta aftur til systur sinnar Semsagt endalaus hringrás. Maturinn var góður en ég reyndar borðaði litið af honum Kannski ekki alveg rétt að byrja á lakkrís og súkkulaði á undan aðalrétti. Verður i réttri röð næst. Sú þriðja í frænkuröðinni varð eitthvað leið á bróður sínum og skutlaði honum inní skáp og læsti. Sá var ekkert að láta í sér heyra í prísundinni heldur plokkaði uppáhaldsdúkkuna hennar af bratzættkvíslinni í öreindir.Hann á yfir höfði sér stórfellda hefndarárás af hendi systur sinnar sem þessa stundina vill helst pakka honum í gám og senda aðra leiðina eitthvað nógu langt í burt. Svo ég er hálfgerð friðargæslusveit á milli þeirra. Sú stutta komst að því að ég færi að öllu óbreyttu til Italíu í sumar og rær núna öllum árum að því að fljóta með. Án bróður sins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Ég sé að þú hefur verið í faðmi fjölskyldunnar.

Börn geta verið svo skondin á stundum

Gleðilega Páska 

Linda Samsonar Gísladóttir, 23.3.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gleðilega páska

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.3.2008 kl. 00:16

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Hvorki páskamatur né egg hjá mér, bara smá nammi og pizza nennti ekki einu sinni að elda

Sigrún Friðriksdóttir, 24.3.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband