Leita í fréttum mbl.is

Úr gömlu loggi

Ár 1995.Þriðja ferð með kennara.Staður frá skeljasandsfjöru á Vatnsleysuströnd,nánar tiltekið Flekkuvík Við vorum 3 kennarinn og 2 nemar. Allt gekk vel i byrjun nema skyggnið var litið. Farið var niður eftir klettabelti niður á ca 20 metra og lífið þar skoðað. Svo byrjaði ballið.Hjá mér sko.Allar ferðirnar sem ég fór með kennara klikkuðu á einhvern hátt Eins var með þessa. Sylgjan á beltinu gaf sig og beltið rann af Var ekki búinn að læra réttu handtökin á svona málum en náði að grípa í þang og skorða mig við klett svo ég færi ekki á flakk upp á yfir hraðamörkum Gat heldur ekki látið hina vita og horfði á eftir þeim hverfa.Nóg loft á tanknum einu vandræðin að halda sér niðri.En brátt kom hjálpin Kennarinn kom til baka skellti mér á bakið,kom beltinu á sinn stað og málinu reddað. Í bili. C.a 15 mín seinna heyrði ég smell og beltið af. Sylgjan að þessu sinni brotin og ég fór að lyftast upp frá botninum fyrst hægt,svo jókst hraðinn smá saman Sá eitthvað rétt hjá og greip i það.Sem var vír og gat ég handlangað mig hægt upp frá ca16 m til 9 m en þar endaði hann Þar beið ég eftir hinum sem aldrei komu því þeir voru alltaf að leita af mér á 18-20 metrunum Svo þegar mælirinn sýndi rauða strikið í sambandi við loftið sleppti ég vírnum og lét mig fljóta upp.Þar beið að visu hinn neminn og stuttu seinna kom kennarinn upp.Ekki var farið í klefann þar sem virinn hafði i raun bjargað málum þannig séð.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Hahah þú hefur sem sagt ekki verið seinn til vandræða

Gaman að rifja svona upp

Solla Guðjóns, 10.3.2008 kl. 10:51

2 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þetta eltir þig. Þú hefur vonandi hent beltinu og fjárfest í nýju Kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 11.3.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband