Leita í fréttum mbl.is

Var að fara yfir

gamalt logg úr köfuninni.Síðan 1997.Þá í febrúar fórum við þrír saman vestur til að kafa á nýjum slóðum. Einn daginn var synt út og kafað í sól og blíðskaparveðri. Allt gekk eins og átti að ganga þarna niðri og fórum við niðrá 27 metra. En þegar upp var komið var greinilegt að við vorum komnir langt út auk þess að svarta þoka var komin. Sáum ekki rassgat (enda klæddir í þykka þunga köfunargalla) Eftir smá svaml í þá átt sem haldið var að væri til lands komum við að bát sem lá við akkeri,sportbátur erlendur.Engin var uppivið og engin svaraði svo við klifum bara um borð bönkuðum uppá lokaðar dyr eins og góðum islenskum sið sæmir en engin hreyfing. Opnuðum og litum inn. Á móti kom þetta skarræðis öskur úr kvenmannsbarka og rétt seinna kom þessi svakalegi bassi greinilega úr barka karlsmanns. Síðan orðaflóð á spænsku. Sem við náðum ekki að skilja nema í takmörkuðu lagi. En þegar áhafnameðlimir höfðu jafnað sig,og fullvissað sig að við værum ekki sjóræningjar sérsveitamenn eða stórhættulegir hryðjuverkamenn heldur áttavilltir og hálfheyrnalausir( eftir alla tónhæðarskalan sem tekin var) islenskir kafarar,var tekið á móti okkur með mat og drykk og okkur skilað í land morguninn eftir. Það skeður margt í köfun.  buddyinn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hefði ekki boðið þér í kaffi - Ég hefði klikkast

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.3.2008 kl. 10:29

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

He he

Kristberg Snjólfsson, 6.3.2008 kl. 10:48

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert alltaf að lenda í ævitýrum Ólafur minn.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.3.2008 kl. 10:57

4 Smámynd: Ólafur fannberg

þetta er reyndar gamalt ævintýri.

Ólafur fannberg, 6.3.2008 kl. 12:29

5 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Ég segi nú eins og Gunni, að ég hefði trúlega ekkert boðið upp á kaffi hihi

Sigrún Friðriksdóttir, 6.3.2008 kl. 16:37

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

þið hafið verið að trufla............

Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2008 kl. 18:29

7 identicon

þetta virkar eins og út úr bók

Hulda (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 18:29

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gott að þið fenguð mat og drykk.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.3.2008 kl. 22:29

9 Smámynd: www.zordis.com

Var þetta kanski ég ???

Hablando spænsku á fullu ....

www.zordis.com, 6.3.2008 kl. 22:42

10 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

ÞAð er nú gott að þið komust til baka fyrir rest, en ljót af ykkur að trufla spánverjana við þeirra hobbý Eigðu góðan dag, kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 7.3.2008 kl. 10:27

11 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Ég hefði nú sjálfsgt líka boðið uppá kaffi og meððí, svona þegar ég væri búin að átta mig á að þið væruð ekki undirdjúpamonster!

Sigríður Hafsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband