Leita í fréttum mbl.is

27.08.1943

Bréf ritað 1943.

                                                                                                    Kleppsjárnarreykjum 27/08/43

Sæll og blessaður Ölli minn

og þakka þér fyrir bréfið sem ég fékk.Þú talaðir um í bréfinu að ég skyldi ekki vera of góð við kanann en það er nú of seint að vara mig við því núna,því nú er ég komin í langt straff hjá lögreglunni í Reykjavik uppí Borgarfjörð fyrir það að vera með kana.Í standið kom Talla Erlends mér í, hún vann í sjoppunni með mér og ég lenti í standinu með henni. En nú er ég búin að sjá það að það borgar sig ekki að skipta sér nokkuð af þessum hermönnum sem eru hér á landi og þess vegna er ég leynilega trúlofuð strák hér í sveitinni og held ég að það sé best fyrir mig að vera með sveitastrák. Jæja Ölli minn ég vona að við verðum góðir kunningjar jafnt sem áður því mérhefur alltaf þótt soldið vænt um þig og vona að þú skrifir mér og látir mig vita hvernig þú tekur öllu þessu. Ég var nú ekki nema 3 vikur í Reykjavik þangað til ég var rekin vegna standsins á mér. .....framhald vantar

hér er svo vísa um minningu um mig hjartans elsku vinur minn:

Ó hjartans vinur vissir þú,hvað vel ég man til þín.

Ég lít á blóm og lifi í trú

að líkt þú saknir mín

Svo ber ég þig á brjósti leið,þar byrgir ástin sig

Og sem reitt blóm er himinhrun

eins heitt ég elska þig

                                                                       þín elskandi vinkona

                                                                              Anna Sigga
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband