Leita í fréttum mbl.is

Algjörlega ísköld

köfun í -12 gráðum í lofthita framkvæmd í dag. Fundum ekki fyrir kulda í byrjun og þvældumst niður á 25 metranna.Skyggni gott. En fljótlega byrjuðu puttarnir að dofna Tók upp igulker og fann ekki fyrir því og var á leiðinni upp alltaf að missa það vegna dofa. Á yfirborðinu fraus allt jafnóðum og við komum upp Hanskar við galla,vestisfestingar hetta og fit voru föst svo illa gekk að taka búnaðinn af sér Höfðum ekkert heitt vatn til að losa um svo það var barið og slegið og nuddað þar til festingar gáfu sig Með Gallann var vandamálið rennilásinn sem var pikkfastur svo á endanum var barasta keyrt heim á leið í göllunum. Komið var við á bensinstöð á leiðinni og marserað í göllunum inn og i hönskunum sem enn voru ekki þiðnir. Afgreiðsludömurnar voru ekki vanar svona klæðaburði og heldur ekki aðrir viðskiptavinir. Minnir mig á það að eftir eina köfun  eitt sinn með helíumblöndu og stopp á sjoppu á heimleið strax á eftir og allt liðið talaði eins og Andrés önd og félagar Það er enn verið að tala um það á sjoppunni. Núna er maður svona hálfþiðinn og er að fá hlýju aftur í puttanna. Hver vill koma með i næstu ís......kaaalllda köfun ? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

gaman hefði verið að vera með falda myndavél þegar þið mættuð í sjoppunaog sjá svipin á liðinnu.

Laugheiður Gunnarsdóttir, 1.2.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert brjál ... hrikalega hefur þetta verið kallt.  burrrrr !

www.zordis.com, 1.2.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

tjahh......

Hrönn Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 21:21

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.2.2008 kl. 23:34

5 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég held ég haldi mig heima.

En ég sé ykkur fyrir mér í sjoppunni og skil vel að það sé enn verið að tala um þessar furðulegu geimverur sem þangað komu.

Fjóla Æ., 2.2.2008 kl. 09:08

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Úff  kalt bara að lesa þetta.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.2.2008 kl. 11:42

7 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Skemmtileg saga, ég man eftir að hafa prófað helíum einhverju sinni á unglingsárum, að mig minnir í skólanum.  Það var helgið mikið þá:)

Linda Samsonar Gísladóttir, 2.2.2008 kl. 19:58

8 identicon

Ég væri alveg til í að koma með í næstu köfun, er hægt að setja mig í einhverskonar glerhylki svo ég geti verið með myndavélina með mér?  Skítt með kuldann, ég þarf bara að ná því að athafna mig með myndavélina!

Maddý (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 12:46

9 identicon

þetta hefur verið kodak moment... hehe

Hulda (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 15:16

10 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

hahaha ég held að maður ætti bara að skella sér í þetta kafarasport..... 

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 3.2.2008 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband