Leita í fréttum mbl.is

Fór í

ískalt bað í dag eftir vinnu og meina ískalt bað. Gamall kunningi hafði samband eftir fjölda ára Vorum mikið saman í köfun þegar hann var að byrja í því sporti.Nú er hann að byrja semsagt aftur.Við ákváðum að fara á Þingvöll í Silfru.Kalt var í veðri svo við flýttum okkur í gallanna en af gamalli reynslu getur flýtir orsakað eitthvað sem það og gerði.Rennilásinn á mínum galla var ekki alveg lokaður kannski nanómillimeter sem er alveg nóg. Útí var stokkið og demp sér undir vatnsyfirborðið. Og um leið byrjaði að seitla inn ískalt tært jökulvatnið. Eftir hálfa köfun var ég orðin vel blautur. En á þrjóskunni var haldið áfram og á endanum kom maður upp aftur vel rakur innanklæða. Heitt kakó á könnu bjargaði málum. Eftir að ég var búinn að skipta um föt var haldið á kaffihús þar sem tvöfalt latte var innbyrt sem virkaði sem eldflaugaeldsneyti. Enda næturvakt framundan.

Af frænku litlu er það að frétta að allt gengur vel Fer í skólann eins og ekkert sé en er varari um sig núna. Og æfir sig í sjálfsvarnartækninni á hverjum degi.Meir að segja farin að bösta mig.....yngri systir hennar bíður nú eftir að komast að en hún er aðeins of ung ennþá til að læra.En áhuginn til staðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

innlitskvittttt

Hulda (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 23:43

2 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Úfff, það hefur verið kalt, en þú hefur ekki látið það stoppa þig.

En það er hræðilegt að ástandið er orðið þannig að börn eru ekki örugg í skólunum, en það verður að fara að vinna í öryggismálum í skólunum.

Eigðu góðan dag/nótt. Kær kveðja Ingunn 

Ingunn Jóna Gísladóttir, 24.1.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband