Leita í fréttum mbl.is

Gamalt grín

sem var í upprifjun.

1. Fyrir nokkrum árum vorum við nokkrir sem köfuðum dálítið stíft saman.Við tókum bústað á leigu og náttúrulega nálægt fjöruborði. Milli þess sem grillað var og legið i leti í heita pottinum var farið í sjóinn. Í næsta bústað voru hjón sem eitt skiptið vöknuðu upp við það að billinn þeirra hafði einhverra hluta vegna runnið eftir fjöruborðinu sem var í halla og var hálfur kominn útí Á sama tíma var að falla að. Og stórstreymt. Þau vissu að við værum í köfun enda fylgst vel með þegar við vorum að príla á land eða fara útí. Óskuðu eftir aðstoð sem var ekkert mál nema það að í byrjun byrjuðum við á því að labba út í fjöru með stóla og settumst makindalega niður með popp og bjór. Og fórum að horfa á bilinn hverfa æ meira í djúpið. Hjónakornunum leist ekkert á málið,héldu að við ætluðum aðeins að horfa á en þegar þau voru næstum komin með tárin í augun og komin á hnéskeljarnar rukum við til hentumst í gallanna og billinn var á þurrt kominn eftir ca klukkustundarverk.

2. Annað sem tengdist köfun.. Og líka bill sem kemur við sögu Vorum að svamla fyrir vestan. Einn var á gamalli Lödu sem hann skildi eftir í fjöruborðinu, í halla ,í hálku. Kafað var og á bakaleið að landi komum við að neðansjávarflaki.Sem var bill og var Lada og með sama bilnúmeri sem einn í hópnum kannaðist vel við.

3.Fyrir vestan,nánar tiltekið Djúpuvík.Fundum akkeri gamalt í höfninni rétt við trébryggjuna.Ákveðið að ná því upp. Festingar settar í akkerið og upp í bát sem ekki hafði það að lyfta því. Þá kom einhver á stórum upphækkuðum með risaspili framaná. Og vildi aðstoða. Akkerið tengt í spilið og viti menn það leggur af stað uppá yfirborð. Þegar ferðin upp var cirka hálfnuð heyrðist urg og læti og síðan smellur. Akkerið kemur niður á húrrandi ferð ásamt spilinu og hálfum bíl sem hafði klofnað í miðju. Á endanum kom stærri bátur á vettvang sem bæði náði upp akkeri spili og hálfum bilhluta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 17:44

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi þetta er svo fyndið.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.1.2008 kl. 18:15

3 Smámynd: Ólafur fannberg

sönn frásögn

Ólafur fannberg, 14.1.2008 kl. 18:21

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Pottormur!!!!

Solla Guðjóns, 14.1.2008 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband