Leita í fréttum mbl.is

Meira af gömlum syndum

hafa komið uppá yfirborðið við pökkun á geymsluhlutum. Erjur voru tíðar í þorpinu á milli austurbæjanna og vesturbæjanna og við krakkarnir sem bjuggum miðsvæðis vorum hálfgerðir málaliðar sem hinir gátu keypt til sér til aðstoðar. Stundum lentum við þó í því að vestrið og austrið sameinaðist gegn okkur og var þá barist grimmt að hætti forfeðranna með öllum vopnum. Og vopnin þróuðust frá trésverðum uppí sverð þar sem álþynnum var sett utaná til að þyngja og veita þyngri högg Svo var farið á laun að brýna álið og gera vopnin beitt sem kallaði á góðan hlífðabúnað Í stað boga voru skæðustu vopnin teygjubyssur sem steinar og seinna bognir naglar voru skotfærin. Ég lenti í heldur óskemmtilegu í einni af þessum hrinum þar sem verið var að herja á okkur sem bjuggum miðsvæðis.Var á undanhaldi og flúði undan teygjubyssuskothríð inní fjós sem nýlega hafði brunnið Sá flótti endaði í blautum hlýjum og íllþefjandi stað.Tók ranga ákvörðun ranga beygju og ákvörðunarstaðurinn var flórinn. Þar lá ég í fullum herklæðum og beið eftir því að vera tekin til fanga en óvinaherinn hafði enga löngun á því að taka mig illþefjandi eins og skúnk  til fanga og heldur ekki að bjarga mér útúr þessum aðstæðum Það varð ég að gera einn. Fékk heldur betur að heyra það þegar ég kom svo heim blautur og lyktandi og var sendur í bað með hraði. Þessi leikur fékk snögglegan endi einn daginn þetta sumar en þá var hart barist eins og oft áður Einhver með teygjubyssu setti glerbrot í og skaut með þeim afleiðingum að einn fékk það í auga og blindaðist Hreppstjóri ásamt lögreglu bankaði uppá næsta dag og afvopnaði allt þorpið og bann lagt á allt stríðsbrölt. Næstu erjur fóru fram á fótboltavellinum í umsjá dómara og kennara. Þetta rifjaðist upp þegar ég fann eitt svona heimatilbúið áltrésverð í einni af geymsluinnpökkunarferðinni. Einnig fann ég ör en boginn er löngu farinn til feðra sinna en kom við sögu á öðrum stað á öðrum tíma Þá var ég komin á malbikið. Og hafði fengið kröftugan boga að gjöf ásamt markskífu til að skjóta á. Vorum þrír sem fórum útí garð að æfa í skotfimi.Urðum fljótlega leiðir á að skjóta á skífuna og prófuðum þess í stað að athuga hve langt ör gæti farið Örinni var skotið og fannst eftir töluverða leit í garði langt frá í þvottabala þar sem hún hafði farið í gegn um öll fötin og að endingu gegnum balan. Heppnir þar. Svo kom að því að ég væri með bogann,spennti bogann og miðaði.Hinir tveir félagarnir voru að slást þó ekki í illu og ég ákvað að hræða þá aðeins.Ætlaði að láta örina á milli þeirra en geigaði svo að annar þeirra fékk skotið uppí sig og næstum því í gegnum kinnina Það sem bjargaði var að ég hafði sem betur fer slakað það vel á boganum að örin fór ekki af fullum krafti en nóg samt til að valda slysi. Bogi og ör eru semsagt skarræðisvopn en ekki leikfang. Sama gildir um teygjubyssur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband