Leita í fréttum mbl.is

Á Þorláksmessu

er þetta einn nauðsynlegasti hlutur fyrir þá saklausu ríkisborgara Íslands og líka hina erlendu,sem ekki geta á neinn hátt fengið sig til að setjast til borðs og háma í sig hinn illa lyktandi eiturefnaúrgang sem nefnist á ylhýra móðurmálinu  kæst skata. Ég játa það að ég hef aldrei á minni lífstíð komið að þeim tímapunkti að fara að eta eitur þetta og hefur mitt lyktnæma nef komið í veg fyrir það en fyrir þá  sem  háma í sig segi ég bara Verði ykkur að góðu...

gasgríma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er fundin jólagjöfin fyrir dóttur mína. Hvar fæst þetta?? Gleðileg jól

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 02:04

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Humm gott fyrir þá sem vilja ekki finna þennan æðisgengna ilm sem fylgir vel kæstri skötu. Maður er kominn með vatn í munninn, ég get ekki beðið eftir að fara í skötuveislu verði ykkur að góðu

Kristberg Snjólfsson, 23.12.2007 kl. 11:32

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Svona gríma er góð. Gleðileg jól

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.12.2007 kl. 13:15

4 Smámynd: www.zordis.com

Glæstur allra manna, flottur útbúnaður fyrir viðkvæmt nef!  hefði sko vel verið til í vel kæsta skötu og meððððí!

Njóttu kútasúrefnis eða farðu og kafaðu til að sleppa við ilminn ...

www.zordis.com, 23.12.2007 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband