Leita í fréttum mbl.is

Mættur á næturvakt

eftir rólegan afmælisdag.Ætla að byrja á því að þakka fyrir allar afmælisóskirnar já og nettertuna frá Guðmundi. Sem verður í næsta nágrenni við mig eftir áramótin eftir búferlaflutninganna. Dagurinn fór í að bankastússast Fór í bankann þar sem afgreiðslustúlkan kom mér til að vandræðast Nefnilega þegar hún renndi kortinu kom víst á skjáinn að ég væri fæddur þennan  dag. Svo hún lét í sér heyra og tilkynnti hátt og snjallt að ég ætti afmæli Sem betur fer var fámennt á þeirri stundu inni en samt.....Fór svo í Kringlunna í jólakapphlaupið,er reyndar búinn að kaupa allt nema eina sem ekkert liggur á því ég er búinn að ákveða hvað það skal vera Það er ..........leyndó en sem komið er. Ekki fór ég í kaf í dag.Aðstoðaði frænku litlu með heimaverkefni sem hún átti að gera en það endaði með að ég gerði 80% af því meðan hún þambaði kakóið sem ég átti að fá. Ójöfn skipti þar. Blautgallaástralinn er búinn að jafna sig á kuldakastinu og hefur reddað sér þurrgalla og er tilbúinn í Silfruköfun á föstudaginn n.k. Þá verð ég komin í frí og líklega runnið af honum hehehe. Hann gleymir seint kuldaköfunni um daginn.

Semsagt svona var dagurinn 4 tólfti 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

Bíð í kaffi eftir áramótin í alvöru köku..og takk Arna

Ólafur fannberg, 4.12.2007 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband