Leita í fréttum mbl.is

Skandalar á ferðalögum..

erlendis..

Kanada kemur fyrst upp í hugann, Sá fyrsti skeði á bar.Löbbuðum tveir félagarnir inná bar,þyrstir mjög en þar sem ég átti að taka að mér akstur seinna um daginn var það bara kók fyrir mig svo svo ég pantaði one kók á íslenskan hátt. Barþjónninn leit skringilega á mig spurði um aldur en afgreiddi svo pöntunina sem var litill spegill með hvítu á........Bent á seinna að til að panta gosdrykkinn átti ég að segja cocacola....

annar í sama landi : Við félagarnir (sami og áður) inn á bar æddum við þrátt fyrir að einhver fyrir aftan okkur kallaði að við skildum ekki fara þarna inn. En inn fórum við og......

vorum einu hvitu mennirnir inni og þeir sem kölluðu var löggan sem beið fyrir utan og var hissa að sjá okkur koma heila út því barinn var fullur af púertó  rika liði.

En einn sá versti og sem enn er rifjaður upp af samferðafólki í hvert sinn sem hittingur er er það sem skeði i gömlu sovét. Ég og annar yfirgáfum hótel í Georgiu í fæðingarborg Stalins Allt i lagi með það Fórum á kaffihús þar sem við rákumst á litinn herflokk sem allir vildu skála við okkur í hreinu tærum drykk sem kallast vodka.Urðum við vel við skál og ákváðum að fara til baka á blessað hótelið sem var við aðalgötuna Götuna fundum við en ekki hótelið. Vitni segja að við reyndar fórum framhjá því oft og heyrðum ekkert þó kallað væri á okkur Á endanum ruddumst við inná lögreglustöð og báðum um hjálp.Eftir smá bið kom lada samara með blá ljós og okkur troðið i hann Af stað var farið ,ubeygja tekin og stoppað hinummegin.Þar var hótelið.Og inn marseruðum við í fylgd rússnesku lögreglunar sem hlógu örugglega af óheppnum fullum íslendingum allavega glottu þeir.

Annar svipaður Irland vesturströndin kastali þar sem kastalaveisla í réttum klæðaburði var haldin. Tveir liðu útaf undir borð í fullum musterisriddaraklæðum Annar þeirra ég. Vöknuðum daginn eftir einir og yfirgefnir. Komum okkur út úr kastalanum og á næstu stoppistöð strætisvagna. Mikið glápt mikið hlegið enda vorum við enn í klæðnaði musterisriddara ennþá vel i því og áttum í basli i að komast inn og út úr deskotas vagninum enda miðaldarklæðnaður og vopn ekki hönnuð fyrir nútimastrætisvagna Vöktum við kátinu meðal hótelgesta sem ólmir vildu taka mynd af þessum tveimur illaförnu riddurum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

hahah hey aldrei að taka þátt í rússneskri drykkju...alger ávísun á U-BEYGJUR

Solla Guðjóns, 7.10.2007 kl. 14:46

2 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

 Hahaha! Þú átt ekki mynd sjálfur?

Sigríður Hafsteinsdóttir, 9.10.2007 kl. 10:22

3 Smámynd: Ólafur fannberg

ó jú

Ólafur fannberg, 9.10.2007 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband