Leita í fréttum mbl.is

Dregin

í djúpið eftir vakt í gær,í næturköfun.Farið var í Hvassahraunið. Vel gekk í byrjun og margt að skoða.Síðan byrjuðu vandræðin.Fyrst kláraðist rafhlöður hjá buddiinum sem var bara með eitt ljós.Svo ég lánaði honum annað mitt. Af reynslu fyrri tíma kafa ég ætíð með eitt vara. Haldið var áfram köfun niðrá 17 metrana. Þá klikkaði ljós. Ljósið sem ég lánaði.Tengdum okkur saman og köfuðum bara með 1 ljós.Vel gekk í fyrstu en svo slokknaði á mínu Svo á 17 metra dýpi í niðamyrkri innan um allskonar sjávardýr með ekkert ljós annað en smá skin frá mælum var haldið af stað uppá yfirborðið. Og í svartasta myrkri svamlað í átt að landi með billjós þeirra sem voru að fara til Keflavíkur eða koma þaðan að leiðarljósi. Smá skekkja var á siglingaleið enda myrkur þannig að við komum í land á röngum stað og þurftum að príla með búnaðinn stuttan spöl að bilunum. Þegar átti að fara heim á leið vildi bill félagans ekki fara í gang svo ég varð að gefa honum start. Það má því segja að rafmagnsmál hafi verið vandamál þessarar ferðar.Mætti svo eldhress á dagvakt í vinnunni rétt áðan. Og búinn er ég að taka boðinu um að fara á slóðir Sesars næsta sumar í köfunarleiðangur í leit af þessum þýska kafbát. Fékk að vita að Discovery verði með i þessum leiðangri og mun gera þátt um hann.En það átti reyndar að vera leyndarmál sem lak út svo ég mátti kjafta frá.

Góða helgi af því sem eftir er af henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 7.10.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband