Leita í fréttum mbl.is

framhald ferðasögu

Næsta vikan var róleg og öll samskipti við króksa friðsamleg allavega hjá okkur i kafaraliðinu.Annað var á pallborðinu i sambandi við skordýrinn eilifðarstrið þar. Einn daginn kom þó gestur í heimsókn Villisvín sem var í slæmu skapi.Og gerði heldur betur usla í búðunum Þetta var svona villisvin með hálfgerða vélskóflu framaná sér og tók eldhúshluta búðanna í endurbætingu Kokkurinn og hans lið voru þó ekkert ánægðir með þær endurbætur sem fröken villisvín gerði. Og á svæðinu birtist svo nýr króksi sem brátt fékk viðurefnið glefsarinn þar sem hann glefsaði í allt og alla eða gerði allavega tilraun til þess. Þrátt fyrir hann fórum við kafararnir að stunda keppni okkar á milli. Að sitja krókódil sem gekk út á það að finna einn sem var í afslöppun lá á meltunni eða í sólbaði og setjast á bak og sitja sem rólegastur og vona að sessunauturinn skildi hlutina og væri rólegur lika Svo var tíminn tekinn. Endaði það alltaf með því fyrr eða síðar að vinurinn yrði pirraður og velti sér Þá var bara að passa að kasta sér af baki i hina áttina svo maður færi ekki undir en þá var bitið Þetta var reyndar stoppað af eftir nokkur skipti þar sem einn missti alla fingur annarrar handar í maga króksa. Minn lengsti tími var 9 mín. Og eina nóttina fékk einn næturheimsókn stórann snák uppí bælið sem kom bara til að hlýja sér en eigandi bælisins var ekkert á  því að hafa hann sem hjásvæfu..Annars var algengt að á næturnar kæmu inn dýr. T.d. vaknaði ég eina nóttina með tarantúlu sem búin var að koma sér fyrir undir sæng og var í gönguferð. Stökk ég nánast hæð mina í loft upp eins og annar gerði forðum daga og tók svissneskt jóðl í leiðinni.

meira seinna...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

ojj, tarantúla.....

Íris, 6.10.2007 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband