Leita í fréttum mbl.is

Póllandsferð. 1 vika.

Lentum í Gdansk í góðu veðri sól og 30 stiga hita. Fórum til Susz sem er sveitaþorp í ca 2 klst fjarlægð frá flugvellinum. Þar komum við okkur fyrir í blokk innan um innfædda. Hittum væntanleg brúðhjón sem voru á fullu við undirbúning. Næstu 2 dagar fóru í verslunar og skoðunarferð Svo kom brúðkaupsdagurinn. Athöfnin byrjaði kl 14OO að pólskum tima með því að væntanleg hjón komu á hestvagni Athöfnin tók um 45 mín en síðan var haldið í kastala þar sem matur og drykkur beið gesta. Veislan stóð i heila 3 daga með endalausri drykkju áti og dansi. Tekið var smá lúr annarslagið til að hlaða batteriið. Siðan var haldið áfram á fullu. Dagurinn eftir veislu fór i svefn og þynkumeðferð. Svo var farið í hinar ýmsu skoðunarferðir í allar áttir. Einn daginn lentum við í ákeyslu þriggja bíla Málið var  að einn var kyrrstæður á mjóum sveitavegi annar var að fara af stað sem var fyrir aftan hann svo við stoppuðum til að hleypa honum áfram Þá kom einn á þrumandi ferð og þeytti okkur á þann sem var kyrrstæður Engar skemmdir urðu á bilunum nema þeim aftasta sem fór i klessu Og engin slys á fólki. Á meðan á biðinni stóð eftir löggæslunni fékk ég gæludýr til að leika við litla sæta græna engissprettu. Helginni var eytt við drykkju á vodka og snakkáti ásamt áti á pylsum síld og brauði. Og á staðum sem við bjuggum á eignaðist ég fljótlega unga vinkonu á frænku aldri sem hagaði sér fljótlega eins og frænkurnar heimavið. Smá breyting varð svo á ferðinni önnur vika bættist við en brúðhjónin buðu okkur í vikutíma í viðbót sem var eftirminnilegur......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

þriggja daga veisla kommon

Margrét M, 7.9.2007 kl. 14:57

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Gat verið bara legið í drykkju í marga daga

Kristberg Snjólfsson, 7.9.2007 kl. 15:01

3 Smámynd: Ólafur fannberg

hikk hikk

Ólafur fannberg, 7.9.2007 kl. 16:54

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég sem hélt allan tíman að þú værir í bráðri líshættu

Solla Guðjóns, 10.9.2007 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband