Leita í fréttum mbl.is

Helgarferð.

Lagt af stað laugardagsmorguninn um kl 0800 og haldið til Hveragerðis i pissustopp á 2ur bilum alls 10 manns. Síðan ekið án stopps alla leið að Seljalandsfossi Þar var tekin smá pása.Skógarfoss var næsti viðkomustaður Þar var farið uppá fjall síðan farið alveg uppað fossi.Á bakaleið fóru sumir eða réttara sagt sumar að kasta steinum í ána til að fleyta kerlingar.Ég fann einn góðan flatan stein og kastaði. Þá skeði það að gemsinn sem ég var með í bandi tóks á einhvern dularfullann hátt á loft og fór hraðar en steinninn sem ég kastaði og útí á. Svo ég var barasta gemsalaus það sem eftir var ferðar. Næsti staður var Reynisfjara og Vík.Tekin síðan stefna á Hjörleifshöfða þar sem var matast. Á Kirkjubæjarklaustri var bilunum gefin drykkur sem bensin nefnist. Næsta stopp var svo Jökulárslón Þar kláraðist rafhlaðan í myndavélinni. Ekið síðan til baka til Hvolsvallar þar sem aftur var sett eldsneyti á drekanna.Hella og Þykkvibær voru næstu skotmörk en síðan tekin stefna í bæinn með smá viðkomu hjá vinum og ættingjum þar sem síðbúinn kvöldverður beið okkar Í bæjinn var svo komið um kl 0130 eftir miðnætti.

Gærdagurinn fór svo í þrif á bil, heimsóknir og pökkun í ferðatöskur en senn líður að ferð Kvöldinu eytt í algjörri afslöppun fyrir framan imbakassann og stillingar á nýjum gemsa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábær ferð og bezt að tapa gemsanum

knús á þig

Hrönn Sigurðardóttir, 23.7.2007 kl. 08:33

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

innlitskvitt

Kristberg Snjólfsson, 23.7.2007 kl. 08:45

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er naumast að þú ert búinn að ferðast en það hefur verið gaman verst með gemsan. En þú ert búinn að kaupa nýjan.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.7.2007 kl. 10:00

4 Smámynd: Íris

Aldeilsi skoðaða á sólarhring. Innlitskvitt.

Íris, 23.7.2007 kl. 10:11

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Maður finnur fyrr smá öfund... innlitskvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.7.2007 kl. 10:15

6 Smámynd: Bragi Einarsson

þess vegna er ekki hægt að ná sambandi við þig að neinu viti, heyrist bara blúbb, blúbb þegar ég hringi! Djók. Alltaf gaman að fara austur fyrir fjöll.

Bragi Einarsson, 23.7.2007 kl. 11:12

7 Smámynd: Margrét M

jökulsárlón alltaf fallegt

Margrét M, 23.7.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband