Leita í fréttum mbl.is

Það

er greinilegt að sumarið er komið hér á höfuðborgarsvæðinu.Og þrátt fyrir frí í vinnunni er ég löngu komin á fætur. Stefni á það takmark að bóna eðaldrekann í dag og koma grillinu í gagnið. Semsagt sumarverk.

Fór á smá pöbbarölt með gömlum félögum úr köfuninni sem reyndar eru hættir að svamla í stóru lauginni.Rifjaðar voru upp ferðir hér áður fyrr. Til dæmis ein úr félagsferð til Vestmannaeyja. Í einni ferðinni þar fyrir langalöngu þá lentum við nokkur í sterkum yfirborðsstraumi svo við fórum á flakk.Ég hafði breta sem köfunarfélaga kvenkyns. Gúmmibátur var sendur af stað til að ná í flökkukindurnar og var engin að eyða tíma i að klifra um borð heldur hangið utaná Svo ég náði gripi með annari hendinni en tosaði i bretann með hinni þannig að báturinn togaði mig ég togaði í þá bresku Rétt áður en við komum í hlutlausann sjó fann ég að ég var að missa takið svo ég sleppti þeirri bresku til að ég gæti hangið á bátnum Síðast sást til ferðar þeirrar bresku að hún stefndi hraðbyri í átt að Surtsey. Nei nei hún var sótt eftir að okkur var skilað um borð í köfunarbátanna.En hún var móðguð út í mig fyrir að hafa fórnað sér að það sem eftir var helgar talaði hún bara ekkert við mig.

Sko þessir Bretar.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

ha.. er hægt að fara á pöbbarölt enn?  Hélt að maður þyrfti að borga múltífjár til að komast inná staðina nú til dags.... en hvað veit ég... fer aldrei á djammið *dæs*

Já og svo skil ég hana vel að verða fúl!!!

Saumakonan, 8.5.2007 kl. 08:55

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Smá tillaga fyrir þig þar sem að þú ert bara auðnuleysingi í dag Sko þú kemur hingað og bónar bílana mína getur svo tekið hjólhýsið og græjað það, ertu ekki til í það fyrir mig

Kristberg Snjólfsson, 8.5.2007 kl. 08:58

3 Smámynd: Ólafur fannberg

hehehe bara þrælahald í gangi2 bilar +minn +hjólhýsi ekkert mál redda því léttilega heheheh.

Ólafur fannberg, 8.5.2007 kl. 09:11

4 Smámynd: Margrét M

náttúrulega mest um vert að koma grillinu í gagnið ...skil reindar ekki af hverju fólk grillar ekki á veturna eins og ég , ekkert að því að grilla allt árið ummm

Margrét M, 8.5.2007 kl. 10:33

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aldrei of illa farið með góða Breta ... múahahahhahaha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.5.2007 kl. 11:19

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehehehehehehe sumir af mínum beztu bretum eru vinir

Hrönn Sigurðardóttir, 8.5.2007 kl. 11:58

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Bretar eru ágætt fólk.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.5.2007 kl. 18:16

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ja, þetta kvennfólk. Hún var líka kona.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.5.2007 kl. 21:18

9 Smámynd: Kolla

Kolla, 8.5.2007 kl. 21:55

10 identicon

hey ég hélt þú værir herramaður?!   nei grín

knús og klem

xx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 22:03

11 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég kom í heimsókn. Takk fyrir mig. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 8.5.2007 kl. 22:51

12 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Vatnsberi Margrét, 8.5.2007 kl. 23:48

13 identicon

bretarnir geta nú alveg verið skemmtilegir. Toodools!

Hulda (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 23:58

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 10.5.2007 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband