Leita í fréttum mbl.is

Undarlegt

hvað sum lög geta kallað fram minningar.Maður heyrir lag og maður man hvar hvenær og hvað maður var að gera akkúrat þá er maður heyrði það. Var að hlusta á gamla vinildisk og eitt lagið minnti mig á hvar ég var staddur er ég heyrði það fyrsta sinn. Það var í skítakulda hálku og snjóbyl.Staðsetning Hallærisplanið ásamt stórum hóp af jafnöldrum sem lét veður ekki aftra sig í að trítla hringinn lækjargata austurstræti pósthússtræti Einstaka sinnum bættist laugarvegurinn við að Hlemmi og til baka aftur.

Annað lag minnti mig á að ég var staddur í gömlum Scania trukk á leið austur,sat á gírkassahlíf alla leiðina sem var ekki þægilegt.

Og enn eitt lag og ég var í anddyri Nýjabíós á leið á myndina Zoltan hundur Drakúla....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er svo rétt. Sum gömul lög minna mig á einhverja staði, aðstæður eða einhvað sem hefur skeð í lífi mínu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.4.2007 kl. 22:27

2 Smámynd: gua

já lög og lykt senda mann á memory lane

gua, 23.4.2007 kl. 22:43

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ó já! kannast við tilfinninguna

Heiða Þórðar, 23.4.2007 kl. 23:19

4 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Mig langar að vita hvaða lög þetta voru. Ég á einhvern haug af ilmvötnum sem ég er hætt að nota og það virkar svipað með þau. Þefa af ilmvatninu og fæ flassback. Helst tengt útlöndum því maður kaupir sér alltaf ilmvatn í fríhöfninni. Hver

Brynja Hjaltadóttir, 24.4.2007 kl. 00:25

5 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

...arg þessi tækni truflar stundum..en það sem ég vildi sagt hafa var; hver ætli ilmur Londonferðarinnar verði'

Brynja Hjaltadóttir, 24.4.2007 kl. 00:26

6 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Bestasti rúnturinn í den og þá var sko sama hvernig veður var æ svei mér þetta sýnir hvað maður er gamall

Vatnsberi Margrét, 24.4.2007 kl. 01:20

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Haha ójá það er næstum hægt að falla í trans yfir svona laga-mynningumalveg fræbært.

Solla Guðjóns, 24.4.2007 kl. 07:45

8 Smámynd: Birgitta

Já , hvað ertu eiginlega gamall . Ég man nú reyndar alveg eftir Planinu en maður labbaði aldrei rúntinn heldur keyrði. Og fór yfirleitt hratt framhjá Planinu því þar voru bara Pönkarar og Sniglar .

Birgitta, 24.4.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband