Leita í fréttum mbl.is

Málinu reddað

Gæjinn frá því i gær komst eftir allt saman i köfun.Skipt um slöngu loft sett á kúta og farin kvöldköfun. Meiriháttar köfun þótt notað var við ljós. Lentum í fiskitorfu en vegna myrkus gátum við ekki fundið út hvaða fiskar voru þar á ferð.Undir lok köfunar rákumst við þó á aðra tegund stærri á útleið ervið vorum á innleið Voru það aðrir sömu tegundar að fara að svamla. Eftir smá kurteisisheils var farið i sitthvora áttina.

Siðasta færsla hefur greinilega slegið i gegn 15 stk athugasemdir allt kvenfólk.....Ein spurði um kæruleysi eftir 600 ferðir. Ekki hjá mér..Í þessu sporti er kæruleysi banvænt. Eftir 600 ferðir allskonar tegundir kafanna er maður búinn að prófa margt og sjá margt og séð hvað kæruleysi getur gert þannig allavega hjá mér er kæruleysi ekki á dagsskrá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég veit að þetta er satt og rétt hjá þér

Helga R. Einarsdóttir, 28.2.2007 kl. 08:39

2 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Veit um vanan slökkviliðsmann sem kafar líka og hann talaði einmitt um það sama. Sagði að það gilti það sama í slökkviliðinu og köfuninni, maður hefur ekki efni á því að vera kærulaus.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 28.2.2007 kl. 08:49

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Manni er farið að langa að skyggnast undir yfirborð sjávar,virðist spennandi heimur

Solla Guðjóns, 28.2.2007 kl. 09:07

4 Smámynd: Unnur Guðrún

Ég á bróður sem er eða allavega var kafari og hann sagði einmitt þetta sama.

Unnur Guðrún , 28.2.2007 kl. 09:12

5 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Einn náskyldur mér er í þessu sporti, ef að líkum lætur er hann meira og í kafi. Hann er algjör sportfíkill, hefur stundað hjólreiðar, hlaup, maraþon og gefur ekkert eftir. Eins gott að einbeitingin sé á útopnu. Engin spurning.  Kona.....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 28.2.2007 kl. 09:38

6 identicon

jamm.... ég hef og mun aldrey... kafa....  scary stuff

knnús!!!

K

ps: þú ert svo vinsæll meðal kvennfólksins haha!

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 09:43

7 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Eins með þetta sport og önnur ef ekki er farið eftir leikreglum er voðinn vís,   fer vonandi einhvertímann aftur í köfun þetta er frábært sport  annars er ég með nokkurhundruð fallhlífastökk að baki og þar er eins ef þú gerir eitthvað sem þú átt ekki að gera þá  úff

Kristberg Snjólfsson, 28.2.2007 kl. 09:51

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Bróðir Unnar er frændi minn. Svo eigum við annan sem starfaði í Noregi en býr á Ermasundseyjum og svo er sonur minn atvinnukafari. Fullt af köfurum í kringum okkur 'Oli og svo ert þú bloggvinur okkar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.2.2007 kl. 11:06

9 Smámynd: Margrét M

jamm, allir að fara varlega og hugsa vel um hvað þeir  eru að gera ,,annars er voðin vís ... 

Margrét M, 28.2.2007 kl. 11:43

10 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Gott að vita að þú setir öryggið á oddinn

Knús 

Sigrún Friðriksdóttir, 28.2.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband