Leita í fréttum mbl.is

Stöðumælar...

Hvaða manni datt í hug þá hugmynd að fara setja stöðumæla við spítala. Þetta er staður sem fólk kemur á til að heimsækja veika ættingja,fylgja öðrum í aðgerðir og so on svo maður aðeins enskuslettir....En það gróflega finnst mér sem ég varð vitni um daginn...Málið var þannig að einn af nýbúum landsins veiktist um áramótin síðustu snögglega og í ljós kom að það var krabbi í lungum enda reykingamaður. Og í byrjun febrúar kallaði spitalinn nánustu skyldmenni saman til hans þar sem hann myndi ekki lifa af nóttina.Einn af skyldmennunum hóaði i mig til þess að vera túlkur ef með þyrfti Þessu gat ég ekki neitað þó mig langaði reyndar ekki til þess að blanda mér í málið. Mætti á svæðið og dvaldi með fólkinu yfir nóttina. Um morguninn var sektarmiðar á öllum bílum....Það er svona sem gerir mann vondan útí borgaryfirvöld Fólk sem kemur í flýti til að kveðja ættingja sinn hugsa ekki um einhverja mæla til að borga í...það fer bara inn enda kannski í kapphlaupi við tímann Og mælar á spítalalóð ? Hvar þekkist það annarstaðar en á Íslandi....að sekta fólk á dánarbeði....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

jamm ...það er líka mikið talað um þetta af t.d. fólki sem fer í krabbameinsmeðferðir og þarf að dvelja á spitalanum part úr degi en treystir  sér ekki til að ganga langan spöl  eftir meðhöndlun  ,þetta fólk þarf að geta  lagt sínum bílum  nálægt  spítalanum  en oftar en ekki  fer þetta fólk með sektarmiða með sér heim ..   þetta er ferlega ósanngjarnt í alla staði...

Margrét M, 13.2.2007 kl. 13:17

2 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Þetta er til háborinnar skammar og ætti ekki að þekjast

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 13.2.2007 kl. 13:38

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Já hef lent í þessu og finnst alveg með eindæmum hverja þeim finnst best að mjólka

Solla Guðjóns, 13.2.2007 kl. 13:44

4 Smámynd: Sigga

Þetta er rosarlegt! sveiattan!

Sigga, 13.2.2007 kl. 14:37

5 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Hvaða tungumál talaru? En langar svo að benda á að líklega er ekki við borgina að sakast, heldur er líklega Landsspítalinn að kaupa þessa þjónustu af Bílastæðasjóði, enda er líklega Landsspítalinn eigandi að þessum stæðum. En ég er sammála því að einhver önnur lausn hefði verið farsælli en þetta...

Guðlaugur Kristmundsson, 13.2.2007 kl. 14:56

6 Smámynd: Anna Sigga

það er bara ljótt að þurfa vera hugsa um að borga í stöðumæli á svona stundum eins og þú skrifar um. Hins vegar heyrði ég viðtal við konu sem fagnaði þessu vegna þess að hún var fastagestur sjúkrahússins, hún sótti þangað að mig minnir krabbameinsmeðferð og treysti sér ekki til að ganga mikið og loksins eftir tilkomu stöðumælanna fékk hún stæði.

  Mér finnst eins í þessu sem öðrum málum hljóti að vera erfitt að gera öllum þannig að gott þyki. Hins vegar mætti að mínu mati frekar hafa þessi stæði án stöðumæla en hafa önnur stæði næst sjúkrahúsinu fyrir fólk sem þyrfi að sækja meðferðir eða lækni reglulega og það fólk væri bara með límmiða í glugganum, s.br fatlaðarstæði.  (Æ, ég missti mig aðeins, eitthvað lonesome greinilega)

Anna Sigga, 13.2.2007 kl. 15:37

7 Smámynd: Íris

Ó, vissi ekki um þetta. En það ætti að  vera hægt að kaupa kort fyrir þá sem eru í meðferð.  Eins ætti að vera hægt að kaupa gestakort, er að tala um fyrir þá sem búa við götu með mælum.

Íris, 13.2.2007 kl. 15:44

8 Smámynd: Unnur Guðrún

Þetta er líka svona hérna í noregi en samt ekki við alla spítala.

Unnur Guðrún , 13.2.2007 kl. 16:12

9 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það er skömm af þessu. Ég benti á þetta í einu bloggi í sumar þegar ég varð vör við stöðumælir við Fossvogasspítala. Þykir leiðinlegt með fólkið sem var á dánarbeðinu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.2.2007 kl. 17:05

10 Smámynd: www.zordis.com

Er þetta ekki stórkostuglegt að gera svona!  Maður er að borga sig í gegn um allt lífið Borga og brosa!

www.zordis.com, 13.2.2007 kl. 17:31

11 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Þetta er hreinlega ekki í lagi og þarf greinilega að endurskoða þetta.

Sædís Ósk Harðardóttir, 13.2.2007 kl. 17:57

12 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Mótmælagöngu!!

gerður rósa gunnarsdóttir, 13.2.2007 kl. 19:39

13 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Vildi bara bæta við að þú ert góður maður Óli að hjálpa þínum erlendu vinum svona.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.2.2007 kl. 20:08

14 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Þetta er út í hött, en mér líst vel á þá hugmynd Önnu Siggu að gera eitthvað í líkingu við "fatlaðrastæði", svona "meðferðarstæði"

Jóhanna Fríða Dalkvist, 13.2.2007 kl. 21:51

15 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Þetta þekkist líka vel hér í Noregi og ég get lofað þér því að ef ég lendi í að fá sekt við svona aðstæður þá keyri ég niður helv...... stöðumælin. Maðurinn minn fékk 500 kr norskar í sekt fyrir 4 árum þegar hann kom í heimsókn til mín á spítala og var aðeins of seinn út En venjið ykkur við þetta þeir moka inn peningum á veiku og dauðvona fólki og enginn gerir neitt í því

Sigrún Friðriksdóttir, 13.2.2007 kl. 21:57

16 Smámynd: Ólafur fannberg

Guðlaugur: ég tala ensku dönsku rússnesku smá pólsku og pínu í talagu auk náttúrulega íslensku, skil pínu i norsku og sænsku og er að læra maqak mál svartfóta..

Ólafur fannberg, 14.2.2007 kl. 02:29

17 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Ég kan svolítið í pólsku, aðallega skítugar setningar...

Guðlaugur Kristmundsson, 14.2.2007 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband