Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Rúmlega 2 vikur í

sumarfrí.Á heila 2 mánuði í frí sem er reyndar notað uppí uppsagnartíma.Þó ágúst verði tengt fríi þá verður sá mánuður annasamur.Frakkland fyrstu vikuna,bústaðarferð þá aðra,og sú þriðja (ágúst vikan) verður sett undir Ítaliu og köfun í miðjarðarhafinu.Og allt bendir að í síðustu viku ágústmánaðar verði farandslöppin enn á ferð Hvert er ekki alveg vitað  þessa stundina.

 


Þar sem

búið var að ákveða stutta vikuferð til Parisar í ágúst ákvað ég að flýta aðeins fyrir með skoðunarferðir og pantaði hjá einu slíku fyrirtæki þarna úti eina slíka ferð. Pöntunin gekk vel og allur frágangur þar til kom að því að gefa upp adressu hótels. Þá vandaðist aðeins málið. Því í ljós kom að á sama svæði er um 4 hótel um að ræða sem virðist hafa sama nafnið en sitthvort heimilisfang og 3 af þeim virðast hafa sömu myndina af hótelinu.Er búinn þó að útiloka eitt af þeim 4 þar sem það var önnur mynd en hin 3 eru enn vafaatriði Sama mynd svipuð staðsetning 1-2 götur á milli og stjörnugjöfin er sitthvor Eitt er 3 stjörnu annað 4 stjörnu og hið þriðja er með 2 stjörnur og slæma dóma með nánast allt nema fyrir staðsetningu.Þannig að........Þá er það bara að snúa sér til ferðaskrifstofu og láta þá finna út rétt heimilisfang.

Skandalar á ferðalögum..

erlendis..

Kanada kemur fyrst upp í hugann, Sá fyrsti skeði á bar.Löbbuðum tveir félagarnir inná bar,þyrstir mjög en þar sem ég átti að taka að mér akstur seinna um daginn var það bara kók fyrir mig svo svo ég pantaði one kók á íslenskan hátt. Barþjónninn leit skringilega á mig spurði um aldur en afgreiddi svo pöntunina sem var litill spegill með hvítu á........Bent á seinna að til að panta gosdrykkinn átti ég að segja cocacola....

annar í sama landi : Við félagarnir (sami og áður) inn á bar æddum við þrátt fyrir að einhver fyrir aftan okkur kallaði að við skildum ekki fara þarna inn. En inn fórum við og......

vorum einu hvitu mennirnir inni og þeir sem kölluðu var löggan sem beið fyrir utan og var hissa að sjá okkur koma heila út því barinn var fullur af púertó  rika liði.

En einn sá versti og sem enn er rifjaður upp af samferðafólki í hvert sinn sem hittingur er er það sem skeði i gömlu sovét. Ég og annar yfirgáfum hótel í Georgiu í fæðingarborg Stalins Allt i lagi með það Fórum á kaffihús þar sem við rákumst á litinn herflokk sem allir vildu skála við okkur í hreinu tærum drykk sem kallast vodka.Urðum við vel við skál og ákváðum að fara til baka á blessað hótelið sem var við aðalgötuna Götuna fundum við en ekki hótelið. Vitni segja að við reyndar fórum framhjá því oft og heyrðum ekkert þó kallað væri á okkur Á endanum ruddumst við inná lögreglustöð og báðum um hjálp.Eftir smá bið kom lada samara með blá ljós og okkur troðið i hann Af stað var farið ,ubeygja tekin og stoppað hinummegin.Þar var hótelið.Og inn marseruðum við í fylgd rússnesku lögreglunar sem hlógu örugglega af óheppnum fullum íslendingum allavega glottu þeir.

Annar svipaður Irland vesturströndin kastali þar sem kastalaveisla í réttum klæðaburði var haldin. Tveir liðu útaf undir borð í fullum musterisriddaraklæðum Annar þeirra ég. Vöknuðum daginn eftir einir og yfirgefnir. Komum okkur út úr kastalanum og á næstu stoppistöð strætisvagna. Mikið glápt mikið hlegið enda vorum við enn í klæðnaði musterisriddara ennþá vel i því og áttum í basli i að komast inn og út úr deskotas vagninum enda miðaldarklæðnaður og vopn ekki hönnuð fyrir nútimastrætisvagna Vöktum við kátinu meðal hótelgesta sem ólmir vildu taka mynd af þessum tveimur illaförnu riddurum.


smámeira af ferð

Svo var það einn daginn eftir rigningadembu,að farið var í köfun að mynda króksa sem sást hvergi enda skyggni 0-1m. Vorum þrír saman á dóli fram og aftur að leita en engin króksi Vissum þó af þeim en þeir létu ekki sjá sig. Á baka leiðinni  rákumst við á eitthvað hart og þá meina ég rekast á í fullum skilningi Sáum ekkert hvað þetta var en merktum staðinn með baugju til frekari athugunar Næsta dag var skipt liði Sumir áttu við króksa meðan aðrir og þar á meðal ég tékkuðum á hlutnum Sem reyndist vera hluti af væng.  C.a. 70-80 m lengra fundum við flugvél eða brotajárnshrúgu sem eitt sinn var flugvél sem reyndist eftir öllum merkjum vera Zero úr seinna striði. Hvort það var eitthvað tengt fundinum eður ei fengum við allir sem köfuðum þennan dag alveg húrrandi niðurgang og magakvalir.Ég er nú samt á því að kokkurinn hafi eitthvað átt í því frekar en eitthvað flak. Næstu 2 dagar fóru svo bara í inniveru og spilakapla enda ringdi endalaust. Góða við það að öll skordýr hurfu í rigningunni en stærri dýr eins og fröken könguló herra sporðdreki og frú margfættla i yfirstærð sótti i hlýju og þurrt svæði.

flak


framhald ferðasögu

Næsta vikan var róleg og öll samskipti við króksa friðsamleg allavega hjá okkur i kafaraliðinu.Annað var á pallborðinu i sambandi við skordýrinn eilifðarstrið þar. Einn daginn kom þó gestur í heimsókn Villisvín sem var í slæmu skapi.Og gerði heldur betur usla í búðunum Þetta var svona villisvin með hálfgerða vélskóflu framaná sér og tók eldhúshluta búðanna í endurbætingu Kokkurinn og hans lið voru þó ekkert ánægðir með þær endurbætur sem fröken villisvín gerði. Og á svæðinu birtist svo nýr króksi sem brátt fékk viðurefnið glefsarinn þar sem hann glefsaði í allt og alla eða gerði allavega tilraun til þess. Þrátt fyrir hann fórum við kafararnir að stunda keppni okkar á milli. Að sitja krókódil sem gekk út á það að finna einn sem var í afslöppun lá á meltunni eða í sólbaði og setjast á bak og sitja sem rólegastur og vona að sessunauturinn skildi hlutina og væri rólegur lika Svo var tíminn tekinn. Endaði það alltaf með því fyrr eða síðar að vinurinn yrði pirraður og velti sér Þá var bara að passa að kasta sér af baki i hina áttina svo maður færi ekki undir en þá var bitið Þetta var reyndar stoppað af eftir nokkur skipti þar sem einn missti alla fingur annarrar handar í maga króksa. Minn lengsti tími var 9 mín. Og eina nóttina fékk einn næturheimsókn stórann snák uppí bælið sem kom bara til að hlýja sér en eigandi bælisins var ekkert á  því að hafa hann sem hjásvæfu..Annars var algengt að á næturnar kæmu inn dýr. T.d. vaknaði ég eina nóttina með tarantúlu sem búin var að koma sér fyrir undir sæng og var í gönguferð. Stökk ég nánast hæð mina í loft upp eins og annar gerði forðum daga og tók svissneskt jóðl í leiðinni.

meira seinna...


á 4 degi (ferðasaga 3ji partur)

varð allt vitlaust.Allir á hlaupum og ástæður margar Kokkurinn 2 m á hæð svipað á breidd tók á rás öllum að óvörum á eftir apaketti litlum og sætum sem komst í matarkistuna og nældi sér í en kokksi frá Belgiu var á öðru máli Sá litli innfæddi hafði vinninginn. Rétt seinna kom annar á hlaupum með slóð flugna sem stungu á eftir sér Það þýddi að allir nálægir fóru á hlaup. Hjá okkur köfurum fór svo einn zodiacinn á skrið og rak langt út á vatn og hinn báturinn var í yfirhalningu svo synda varð út til að ná í hann Þrír lögðu af stað (ég einn af þeim) Gekk allt vel þar til öskrað var og látið vitað um eftirför.Sundstíl breytt snögglega yfir i skriðsund með frjálsri aðferð því eftirför gat bara þýtt eitt Króksi á ferð. Allir náðu uppí bát í tíma og einn stór renndi sér réttseinna framhjá. Þegar í land var komið var tekin 1 köfun en ekkert bólaði á vinunum. Seinnipartinn þegar við vorum að ganga frá birtist einn nánast við hliðina á okkur svo það var stokkin örugglega tvöfalda hæð uppí loft og til hliðar.En hann var bara aðeins að minna á sig og  sandalapar ásamt illþefjandi sokkum hurfu. Um kvöldið var svo barist við leðurblökur sem sóttu í ljósalampanna af fullum krafti. Reyndar fæða þeirra einnig.

Póllandsferð. 1 vika.

Lentum í Gdansk í góðu veðri sól og 30 stiga hita. Fórum til Susz sem er sveitaþorp í ca 2 klst fjarlægð frá flugvellinum. Þar komum við okkur fyrir í blokk innan um innfædda. Hittum væntanleg brúðhjón sem voru á fullu við undirbúning. Næstu 2 dagar fóru í verslunar og skoðunarferð Svo kom brúðkaupsdagurinn. Athöfnin byrjaði kl 14OO að pólskum tima með því að væntanleg hjón komu á hestvagni Athöfnin tók um 45 mín en síðan var haldið í kastala þar sem matur og drykkur beið gesta. Veislan stóð i heila 3 daga með endalausri drykkju áti og dansi. Tekið var smá lúr annarslagið til að hlaða batteriið. Siðan var haldið áfram á fullu. Dagurinn eftir veislu fór i svefn og þynkumeðferð. Svo var farið í hinar ýmsu skoðunarferðir í allar áttir. Einn daginn lentum við í ákeyslu þriggja bíla Málið var  að einn var kyrrstæður á mjóum sveitavegi annar var að fara af stað sem var fyrir aftan hann svo við stoppuðum til að hleypa honum áfram Þá kom einn á þrumandi ferð og þeytti okkur á þann sem var kyrrstæður Engar skemmdir urðu á bilunum nema þeim aftasta sem fór i klessu Og engin slys á fólki. Á meðan á biðinni stóð eftir löggæslunni fékk ég gæludýr til að leika við litla sæta græna engissprettu. Helginni var eytt við drykkju á vodka og snakkáti ásamt áti á pylsum síld og brauði. Og á staðum sem við bjuggum á eignaðist ég fljótlega unga vinkonu á frænku aldri sem hagaði sér fljótlega eins og frænkurnar heimavið. Smá breyting varð svo á ferðinni önnur vika bættist við en brúðhjónin buðu okkur í vikutíma í viðbót sem var eftirminnilegur......

Enn

breytist ferðalagsskipulög. Búið er að lengja væntanlegan krókódílafrumskógarferð um viku.Desemberferðin fellur niður.Í staðinn ætlum við sami hópur eða þeir sem ekki verða etnir í ágúst að fara  ferð í marsmánuði á næsta ári langt inn í frumskóga Nýju Gineu og eyða 3 mánuðum á þeim slóðum.Ekki er um köfunarferð um að ræða heldur hreinræktuð frumskógarferð af bestu tegund og ég fæ að fljóta með sem myndatökumaður.

Svo virðist

að þetta árið verði mikið ferðaár. Ágúst bókaður i 3 vikur í frumskógarferð á slóðir krókódíla og annara frumskógardýra. Á heimleið þaðan á svo að koma við í Póllandi þar að segja hefur maður ekki verið borðaður áður af hungruðum króksa.Í Póllandi stendur til ekta gamaldags sveitabrúðkaup með öllu tilheyrandi og ég tók að mér hlutverk svaramanns svo mæting er skylda. Og svo í desember verður svo að öllu óbreyttu lagt aftur í langferð,aftur á hitabeltisslóðir. Ekki til að eltast við krókódíla,heldur til að koma húsinu úti i gagnið að innan versla húsgögn og svoleiðis. Og að fara í leiðangur með 11 kumpánum sem verið var að klína á mig þarna úti Verður líklega 2 mánaðar ferð Og ég sem ætlaði ekkert þetta árið.......

Öllu í sambandi

við væntanlega Indiana Jones frumskógarferð hefur nú verið frágengið. Allir samningar við leiðangursstjóra undirritaðir öll leyfi komin i gegn.Tryggingamál frágengin og farmiðinn á leið til landsins á kosnað leiðangurs Sjálfur borga ég ekki krónu fæ aftur á móti borgað fyrir svaml með króksum og nætursvall með leðurblökum Launin eru ca 70$ á dag í 3 vikur. Og prógrammið er stíft.Lagt af stað 10 ágúst. Þann 11 er farið beinustu stefnu út í skóg og fyrsta köfun 12 og áætlaðar 2-3 kafanir á dag við myndatökur og sýnatökur.Kvöldin eru frjáls allavega hjá okkur köfurum Þann tíma sem ekki er kafað megum við nota að vild. Eitt er víst þetta verður fjör.

Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband