Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Að hverju

skeður  aldrei svona hérna ? Myndi lifðga uppá fréttatímanna gætum sleppt skaupinu.....
mbl.is Bresk fréttakona berar sig í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurður

að því í dag hvort við kafarar stunduðum sjórán.Var lengi að átta mig á spurningunni en í ljós kom að viðkomandi var að meina skipsflökin..Það er bæði til lög um köfun í skipsflök og líka óskráð lög í köfunarheiminum um hvernig á að umgangast flök. Ef flak er friðað er ekkert snert Sama gildir ef það er skráð sem grafreitur þá er ekkert tekið upp úr viðkomandi flaki heldur farið með það sem helgan reit. Að vísu er hirt upp úr flökum bæði erlendis og hér Hér að visu í mjög smáum stíl einn og einn hlutur sem oft enda bara sem safngripir...Ef flak er staðfest að hafi líkamsleyfar um borð er farið með það sem grafreit þó svo það sé ekki á friðunarskrá þannig að við allavega hér á landi stundum ekki grafarrán....

Búinn að finna

jólagjöfina í ár...næsti róbótinn verður þessi varúð hann bíturjólagjöfin i ár

Frír tími

c_documents_and_settings_smfr_borgarholtsbrau_my_documents_tannlaeknir.jpg
hjá tönnsu..hún sá þáttinn á stöð 2 í gær um kollega sína og......neee reyndar var það veðmál í gangi.Tvær viðgerðir bor og tilheyrandi og engin deyfing.Frítt ef ég stæðist það Hélt reyndar að hún væri að djóka en henni var fúlasta alvara svo ég sló til Sárt var það en frítt var það Annars hefði reikningurinn hljóðað uppá heilar 17 þúsundir....

Einn

góður,það má alltaf bjarga sér með teygjunni.....er að hugsa um að fá svona til að hafa í bílnumhandfrjáls 2

Þessi skólafélagi

þurfti lika að rifja upp það skipti er við kynntumst fyrst í sumarbúðum...Keppt var i fótbolta milli húsa og mitt lið komst i úrslit. Og skólafélaginn var aðaldómari. Eftir fyrstu 10 mínúturnar fékk ég gula spjaldið aftur ca 25 mín seinna....á endanum rauða fyrir að stöðva einn úr hinu liðinu með aðferð sem hefði sómað sér vel í ameriska fótboltanum. Þannig að fyrir mér var leikurinn búinn. Sendur á bekkinn. Þetta voru blandaðar sumarbúðir stelpur strákar og meðal annarra þarna var 5 stelpur frá Hollandi, einhver skiptihópur...nema það að þær voru alltaf á eftir mér,fékk reyndar aldrei að vita hversvegna en þær ætluðu að gripa mig glóðvolgann en ég ákvað að hörfa og eina leiðin var að fara yfir völlinn sem ég og gerði...truflaði þar með leikinn og yfirdómarinn setti mig í leikjabann það sem eftir var sumardvalar.....erum bestu vinir núna......af þeim hollensku hef ég ekkert frétt af síðan og hef ekki enn hætt mér til Hollands.....


Áður en ég

mætti á næturvakt fékk ég heimsókn frá gömlum skólabróður. Og hann fór að rifja upp skólaárin..Eitt af því var þegar skólinn ákvað að halda grímuball út í sal niðrí bæ. Við vorum dálitið seinir svo við fengum bíl lánaðan hjá systur eins sem var voffi með blæju. Gott veður var svo blæjan fór niður. Einnig vorum við með seinni skipunum í sambandi við búninga Fengum rest sem var þannig: ég fékk níðþröngann supermangalla bilstjórinn fékk gorillunna og aftursætisfarþeginn var steinaldarmaður....Eitthvað veittum við vist athygli í umferðinni Ekki á hverjum degi sem sést til gorillu undir stýri i umferð Reykjavíkur með superman sér við hlið í extraþröngum fluggalla og neadalsmann í aftursætinu...því á Grensásveginum vorum við stoppaðir að 2ur hlæjandi bifhjólalöggum sem áttu mjög erfitt með sig og eiginlega var sama uppá teninginum með aðra ökumenn...sluppum þó með skrekkinn með því að superman tók að sér aksturinn og blæjan upp....

Fann

gamalt bréf á milli blaðsíðna í bók sem ég var að lesa...Það var frá tollstjóra sem var að tilkynna það að 12 flöskur af dökkum írskum Guinnes hefði verið gerður upptækur Sökum aldurs yrði ekkert gert meir í málinu....ég var 12 ára hehehe að smygla bjór inní landið á bjórbannsárum......Cool

Vitur

maður sagði eitt sinn,þegar þú ert komin á síðustu blaðsíðuna þá er tími til að loka bókinni...Hlýtur að hafa verið kínverskur,hljómar allavega þannig.....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband