Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Hvað gerir maður

í íslenskum skógi sem maður hefur villst í ?


fyrsta grill

sumarsins var í vinnunni í gær. Það var grillað á fullu gasi.Enda ekki vanaleg vakt heldur var það stóridómur. Semsagt við gátum skammað yfirmanninn fyrir eitthvað og öfugt hehe. Og ef við vildum breytingar þá var það tíminn að óska eftir þeim. Fyrir vakt eyddi ég tímanum í stóra reðurtákninu í Smáralindinni hehehe Séð úr lofti er það eins og .............

Í dag er maður í fríi fyrir utan það að mæta hjá spænska rannsóknarréttinum í ca klukkutíma og síðan að borga sekt sem ég nældi mér í,ekki frá þeim svartklæddu heldur frá þeim bláklæddu (stöðumælagúru).

Af púkahryðjuverkum er ekkert að frétta Hef verið góður síðan síðaast enda ekki komið nein skipun frá Binna Lada hehehehe....ef stefni fljótlega á eitthvað stórt.


Vinnan

er böl hinnar drekkandi stéttar

Hrekkur

gærdagsins var meiriháttar hryðjuverkaaðgerð.Einn félagi minn nýbúinn að kaupa nýjan fjölskyldubifreið en veikur fyrir bifhjólum ákvað að hrekkja konuna sína heldur betur og fékk mig í málið enda sérfræðingur i púkaskap. Reddaði bifhjóli.Földum fjölskyldubilinn.Svo þegar konan kom heim sá hún myndarlegt bifhjól standa við íbúðina en engan bil. Félaginn sagði svo að hann hefði ákveðið að skipta á bilnum og hjóli. Sú var allsekki sátt og var á augabragði alveg tilbúinn í grimmar hernaðaraðgerðir og senda kauða í hraðferð á gjörgæslu. En róaðist pínu þegar í ljós kom að billinn var á sínum stað og þetta var allt saman einn stór hrekkur.Hún sakar mig að vísu að hafa átt hugmyndina af þessu,mig sárasaklausan sem gerir engu mein ekki einu sinni silfurskottu.

Önnur saga af sama félaga..Á heimleið úr köfun einn sumardag ákvað hann að hringja í kellu og bjóða henni út. Hún dressaði sig upp.Og þegar í bæjinn var komið var hún sótt og haldið niðrí bæ Þar var farið beinustu leið á bæjarins bestu og keyptar SS-pylsur með öllu. Ein var í mjög hættulegu skapi það sem eftir var dags...


Nú getum

við hent gamla dósaopnaranum og tekið upp þann nýja.Miklu skemmtilegri Svo er líka hægt að leika sér við hann
mbl.is Lifandi dósaopnari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tók bilinn

algjörlega í gegn eftir vaktina i nótt.Svo það mál er úr mannkynssögunni.Skellti mér í djúpið,á 35metra. Köfunartölvan slökkti á sér,rafhlöður búnar.Svo maður varð að nota gömlu aðferðina reikna tíma eftir köfunartöflunni sem maður hefur ekki gert síðan einhverntímann á bronsöld.Háður tækninni sem gerir allt fyrir mann. Fundum stóra ferðatösku sem við drösluðum upp á þurrt. Í henni var fatnaður og annað ferðadót svo sem rakvél og Old spise rakspíri ónotaður og heill. Það er nánast safngripur i dag. Kertastjaki 1 stk stór vafin i pappír. Alltaf gaman að finna fjársjóði á hafsbotni þó svo að það sé bara gömul ferðataska.

Það er ýmist

grænt eða blátt:

í grænum sjó.  uppleið


Ætlaði að

setja bilinn i þvott eftir næturvaktina en ekki fór þó svo.Var reyndar extraduglegur í dag við að gera það sem ekki stóð til að gera. Fór sjálfur í þvott,saltan þvott niðrá 43 metranna þó svo að aðeins var stefnt á 25 eða þannig. Bankinn fékk sinn skerf af deginum en maður verður víst að borga reikninganna. Þjálfi fékk einnig sinn skerf af deginum. Eftir þessa næturvakt er takmarkið að koma bilnum enn eina ferðina í gegnum þvott eða þannig sko...

Allir kannast

örugglega við bréf sem skutlast inn um netlúguna öðruhvoru aðallega frá nigeriu og öðrum afrikuþjóðum.Um gull og græna skóga ef þú bara millirfærir slatta á milli reikninga.Mér var meir að segja boðið hluta af gulli Sadams ef ég yrði svo góður að opna reikning um daginn.

Nýjasta nýtt er þó það að nú er hringt.Fékk hringingu að utan á nætuvaktinni Nánar tiltekið frá USA.Ferðaskrifstofa var að tilkynna að ég hefði verið dregin út í vinningspotti.Potti sem ég hef aldrei tekið þátt í að mér vitandi.Vinningurinn var ferð fyrir 2 til Florida og Bahamas á næsta ári Allt innifalið.Nema það að ég þyrfti aðeins að borga 998$ í einhver gjöld. Ég hélt að ef um vinning væri að ræða ætti allt að vera frítt.

Þetta ku vera nýjasta nýtt...


Dagurinn í dag

fór í ekki neitt,engar göngur ,engin bilþrif,bara ekkert annað en netráp og tvgláp.Ætlaði að gera svo margt en ekkert varð úr.Reyndar fór megnið af morgninum eftir vaktina í myndsimtal á netinu við þann sem stjórnar málum í sambandi við væntanlega köfunarferð Enn einar breytingar eru komnar fram Nú á að kafa 3 saman í stað tveggja Einn gerir verfefni dagsins hinir tveir eru tálbeitur og launin hækka Fyrst var það bara 75$ dagurinn þá 150$ Nú 220$ á dag.Gott mál.Skipst verður á og ef minn hluti af myndartöku verður svo notaður fær maður ca 2000$ bónus fyrir höfundarétt auk þess ef um endursýningar verða um að ræða sem er nokkuð öruggt bætast önnur 2000 við.Svo um að gera að gera rétt og ná góðum skotum.Annars er allt i góðu Komin að venju á næturvakt.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband