Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

05062007

Sú yngsta af frænkunum þremur (5ára) hringdi til að minna á afmælið sitt og það væri skylda að mæta. Allt í lagi með það en afmælið er ekki fyrr en um miðjan september. Allur er varinn góður að minna á afmælið sitt. Þannig að maður fer beinustu leið úr krókódílakjöftum í barnaafmæli. Spurning hvort er hættulegra hehehe.....bara djók. Þær systurnar eru svo búnar að ákveða það að þær ætli að fara með mínum bíl í bústaðaferð í júlí en ekki með foreldrum Ástæðan að þá geta þær horft á dvd á leiðinni. Þegar dvd spilarinn var ástæðan andaði ég pínu léttar Var farin að sjá fyrir mér þær tvær + ein vera búnar að sameinast en sú eina er enn að stússast í frændafeðramálum eða þannig......

Svo var einn gamall vinur sem er forfallinn golfáhugamaður að biðja mig um að kafa fyrir utan völlinn út á Seltjarnarnesi til að sækja kúlur en þær liggja í hundraðatali á botninum Síðast tók ég upp fyrir kauða fullann 25 kilóa poka fulla af kúlum Hann er búinn að skjóta þeim öllum út í gráan sjóinn aftur. Hann nefnilega hittir sjaldan þá holu sem skjóta á í það og það skiptið....Nú verður hann fúll...

En það fer eftir veðri og vindum Ef ekki eyði ég frídeginum á morgun til að redda tölvuskrattanum Í þetta sinnið er ég að hugsa um að varpa microsoft fyrir róða.Eða ég geri eitthvað annað ef ég nenni því ekki.

 


Nýjasta nýtt

Nú er boðið uppá það að ef maður á enga skiptimynt í fórum sínum og maður er staddur á Þingvöllum,en vill samt sem áður óska sér við Flosagjá (Peningjagjá) þá getur maður bara hent kreditkortinu útí Brátt verður boðið uppá raðgreiðslur til 12 mánaða án vaxta....

Og hvernig er það er ekki komið sumar eða er sumarið barasta búið í ár ??

 


Þessi ætlaði

sér í djúpköfun en komst ekki dýpra en þetta:

grunn köfun


freistandi tilboð

uppí hendurnar sísvona.Var að fá mail að utan,frá Kanada.Á fullt af skyldfólki á þeim slóðum.Einn af þeim hefur verið í skemmtiferðaskipabransanum í ótal ár. Reyndar þau öll fjölskyldan.Fædd og uppalin í sama bissnessinum.Hann var að koma með það tilboð að næsta sumar eða í lok næsta sumars að ég eða við frúin myndum ráða okkur á eitt slíkt skip en það vantar fólk á eitthvað nýtt skip sem er að fara á flot og verður staðsett á Karabiska hafinu. Hann bauð starf ljósmyndara um borð en það hlutverk er þannig að ljósmyndarinn þvælist um allt skip og í landlegum fer með farþegum í skoðunarferðir og reynir að taka góðar snjallar skemmtilegar myndir af áhöfn og farþegum.Skipið útvegar græjurnar. Frítt fæði fríar ferðir og hver ferð er áætluð 4 vikur.Freistandi.

Hugsa málið eftir ferðina í mars á næsta ári.


loks smá

tími fyrir blogg. Búið að vera nóg að snúast þessa helgina.Vinnan,síðan próf í ferðamannafræðum svona skyndi.Hitti svo einn bloggvin eða öllufremur bloggvinkonu. Að vísu bara stutta stund því ég lenti í því að redda systur konunar sem vinnur á bar og tók strákanna sína með sem enn eru undir lögaldri svo ég þurfti að redda þeim en hún var billaus.Vonandi verða bara næstu kynni lengri. Í gær breyttist vaktin skyndilega einn þurfti á skiptum að halda vinn fyrir hann næstu helgi. Í stað vinnu var farið í Kringluna og síðan í heimsókn Þar biðu eftir mér 2 litlar frænkur og lenti ég í tískusýningu því þær voru að fá kjóla að utan og vildu endilega sýna mér. Dagurinn + kvöldið fór aðalega í þær dömurnar. Á svo vakt í dag 13-22 á þessum haustveðurssumardegi í júní.

Hefur lausn á

öllu þessi frænka mín þó svo aldurinn sé aðeins 9 ár. Hringdi til að koma því til leiðar að ég ætti að taka til við mömmu hennar Þegar henni var bent á að ég væri þegar giftur,leysti hún það mál eins og skot. Ég skyldi barasta gerast mormóni eða múslimi og þá gæti ég haft fleiri en eina og hananú.

Ein barasta ákveðin með sitt Ef hún er svona 9 ára hvernig verður þá daman komin á fermingaraldurinn......


Karókí

getur greinilega kostað þig lifið ef þú ert staddur/stödd á karókibar í Manilaborg.Það fékk einn að reyna samkvæmt síðustu fréttum af þeim slóðum. Einn tók lagið, söng rammfalskt,og hann var plaffaður niður með skotvopni.Sá sem skaut var öryggisvörður sem ekki líkaði söngstíll viðkomandi og til að tryggja að hann myndi ekki taka neitt aukalag tók hann það ráð að skjóta hann. Eitt lag er bannað á svona börum á þessum slóðum þar sem það kostar yfirleitt slagsmál ef einhver syngur það ekki rétt. Það er lag með Frank Sinatra sem veldur þessum fjaðrafokum. Svo ef þið viljið syngja karóki syngið það þá heima með alla glugga lokaða og dyr læstar bara svona uppá öryggið.

Allt í rúst

í vinnunni,smiðir komu og byrjuðu á stórbreytingum og rústun á staðnum.Svo maður er orðin hálfheyrnarlaus af öllum hávaðanum hérna. Þrír eða öllufrekar þrjár drottningar litu hér inn Ekki var það þó Bretadrottning og co sem leit inn heldur voru þetta af eðalkyni geitunga. Allar misstu þær lífið á eiturfastan hátt. Öðruleyti hefur verið friðsamt. Laus 22 þá kemst maður út í hlýja vota vindbarða sumarveðrið.


það er

föstudagur og það er fyrsti dagur mánaðarins en samt, ég var eini maðurinn i bankanum engin röð Kannski allir hafi vitað að púki hafi verið á ferð og forðað sér. Nýjustu fréttir af púkastelpunni henni frænku minni eru þær að daman fór í tölvuna prentaði út plagg sem ég á svo að skrifa undir undir vitnaviðurvist tveggja aðila eins og lög gera ráð fyrir Plaggið er yfirlýsing yfir því að ég taki að mér föðurhlutverkið með öllum þeim skyldum sem því fylgir. Auk þess að vera frændi hennar Lýsti hún svo yfir því að hún eftir undirritun ætlaði að fara með það til sýslumanns og láta þinglýsa....Þessi börn...þessi frænka ....Mamman veit ekki lengur hvort hún eigi að taka þessu sem gríni eða alvöru og snýst bara í hringi.

meira seinna.....


Er

að koma helgi,föstudagur í dag eða flöskudagur fyrir suma.Og reykbann tekið gildi.Reyki ekki en er hvorki með eða á móti. Stefnt á busl fyrir vakt en ákveðið að hætta við enda þeir staðir með skyggni gott langt frá.

Svo dagurinn i dag fer bara í vinnu,borga reikninga,sækja gpsið úr innstillingu (nýtt kort) og svo framvegis. Litla frænkan heldur óbreyttum hætti og er ekkert að breyta sínum áformum Var eitthvað að púkast í bróður sínum sem var ekki alveg sáttur við systur sína. Þannig að það er komin samkeppni. Getum tekið upp samráð eins og olíufélögin hehee en þá fyrst yrði fjandinn laus. Tveir öflugir púkar á ferð og borgin í rúst.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband