Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Og nú

berjast þau um bestu sætin eins og svangir úlfar..
mbl.is Ásaka hvert annað um hroka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími á smá blogg

þó svo ekkert sé að ske, það að segja hjá mér. Skrapp til tönnsu sem var alveg himinlifandi að fá mig í stólinn enda rétt tvö ár síðan hún fékk að kvelja mig í stólnum. Hún hafði mig í sirka klukkutíma á bekknum enda var um endajaxl að ræða. Viðgerð tókst vel. En ekki er ég þó laus mála því hún fann eina litla skemmd sem hún vill fylla í áður en ég verð alveg frjáls við borinn.

 


Ég verð að

viðurkenna að ég hélt að sem kafari hefði ég hitt eitt þrjóskasta dýr á jarðríki eða allavega neðan sjávarmáls. En það er marhnútur, sem getur verið þrjóskur og heimskur með eindæmum. Enn....

 Eitt er það þó sem slær honum þó við. Það er landdýr af tegundinni Homo sapiens,heitir Geir og titlar sig forsætisráðherra þó svo að það er löngu búið að benda honum á að hann sé búinn að fá uppsögn frá meirihluta þjóðarinnar.

Samt situr hann sem fastast gerir ekkert að viti sem væri að viðurkenna sín mistök og taka pokann sinn og boða til kosninga Ekki í vor eða síðar heldur núna strax.

Því fyrr því betra.


Ein sem virkar

gata_774851.jpg

Var á botninum

eins og oft áður  nema það að í fyrsta og vonandi i það síðasta skipti, fékk ég tannpínu neðansjávar. Þegar maður er neðansjávar þá magnast allt. Allt sem þú sérð er 25 % stærra en það er í raun og maður heyrir hljóð sem er marga  kilómetra frá þér. Þannig að allir verkir sem myndu vera smámál á þurru landi verða stórt vandamál neðansjávar sem þýðir að blessaður tannverkurinn var 2-3 sinnum meiri en hefði verið í raun Fylling gaf sig og braut úr tönninni í leiðinni. Svo tannsa fær að gera við á tvöföldum taxta eða þannig

köfuntannlækningar


Loks

látið verða af því að blogga á nýju ári.Eða þannig. Skellti mér í Hvassahraunið á slóðir fiska og ígulkera.Sléttur var sjórinn og skyggni ágætt. En drullukalt var á yfirborðinu enda aðeins -4 stig.En þurrgallinn hélt heitu og þurru. Skroppið var niður á 20 metranna í hvitan skeljasand þar sem einn stakur forvitinn karfi tók á móti okkur og var meir og minna utan í okkur allann botntímann sem við dvöldum í þyngdarleysi og þrýstingi.

Stjórnvöld þora ekki

vegna þess að meiri spilling kæmi þá örugglega uppá yfirborðið
mbl.is Stjórnvöld spara aura en kasta krónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrekkur

Var eiginlega óbeint valdur að því að einn félagi minn var vakinn á heldur hressilegann hátt. Átti hugmyndina en framkvæmdin var hjá öðrum. Fór í heimsókn en sá sem ég ætlaði reyndar að heilsa uppá var ennþá undir sæng. Svo í gríni stakk ég uppá að það mætti kasta til hans undir sæng einhverju hávaðasömu. Bróðir hans greip þessa uppástungu strax og fyrr en varði flaug vænn kínverji innfluttur undir sængina og áhrifin voru að 130 kg maður flaug upp með látum og öskri. Þegar grisslibjörninn ruddist fram í hefndarhug var bróðirinn kominn inní eldhús tístandi eins og mús enda erfitt að halda í sér hlátrinum Ég sökkti mér í leðursófann, japlaði á heimatilgerðu konfekti og sýndi sjónvarpsefninu mjög mikinn áhuga sem var um mammúta á síðust ísöld. Kona grisslibjarnarins reyndi sem hún gat til að hlæja ekki en sprakk á endanum, og reyndar gerðu það allir á endanum nema einn. Hann er núna að vígbúast á fullu og ætlar að hefna þegar hann finnur út þann seka. En ég er alveg saklaus og þarf ekkert að óttast Það var bróðir hans sem gerði þetta.

Svo er það

spurningin: Hver er munurinn á útiketti og inniketti ?

Nýtt ár

byrjaði heldur betur með hörðum árekstri.Ekki þó á bilnum. Eftir nokkuð róleg áramót yfir mat og drykk í faðmi vina og fjölskyldu og eftir að hafa sprengt fáeina flugelda að íslenskum sið,var ákveðið að fara í smá neðansjávarsund. Köfunargræjurnar rifnar úr geymslu og útí bíl.Ekið á köfunarstað og allt gekk vel. Farið í búning og græjur settar á sig og enn allt tíðindarlaust. Svo var farið á bryggjuendann og stokkið framaf. Á síðustu sekúndubrotinu áður en maður skall í NorðurAtlanshafið sem maður hefði haldið að væri nógu stórt fyrir alla sá maður óvænta fyrirstöðu. Annar kafari á uppleið akkúrat á sama haffleti og ég er að fara niður og búmm.Báðir lifðu af og búnaður óskemmdur ef frá er talið fáeinar rispur á kútum. Eftir stutt tékk var áframhald á köfun og tíma eytt í heimi steinbíta og sela. Engin kreppa þar á bæ eða öllufremur þar á botni,þegar botninum var náð..

Gleðilegt ár öll sömul.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband