Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Kafað í mynni

Hvalfjarðar í stilltu hlýju sumarveðri í mjög góðu skyggni,innanum stóra torfu af ufsa.Fundum hluta af kafbátagirðingunni sem enn stendur uppi að mestu. Fundum ketil úr gömlum síðutogara og helling af ölflöskum breskum af uppruna. Fluttum okkur svo á Þingvelli og köfuðum útfrá einum sumarbústað á nýjum stað. Sem skemmtilega kom á óvart. Möruðum fyrst á ca 10-12 m en svo beint framaf niður á 19 m. Þar kom i ljós steinbogi sem hægt er að kafa i gegnum og skemmtileg sprunga sem liggur niðrávið.Hve djúpt vitum við ekki því við stoppuðum á 25 metrunum enda loft litið.

Mætti svo á vaktina um 13:00 verð til 22:00 Synd að vinna í svona góðu veðri.


Ein fyrir

flughrædda:

fyrir flughrædda


Ef ég er

557 mánaðar og 16959 daga gamall,hvað er ég þá orðinn gamall ?

á talningunni að brátt verður talan 100.000. svo spurning dagsins er Hver verður sá/sú sem það hreppur?

Enn hækkar

drykkur bilsins.Við ættum að fara framá í samningum að fá samsvarandi hækkun launa í hvert sinn sem bensinið hækkar svona til að hafa eitthvað í buddunni á móti.
mbl.is Bensínið hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gærdagurinn..

Fór í Hvassahraunið,stað sem ekki er oft farið á,aðallega vegna þess hve mikið þarf að hafa fyrir því að komast á staðinn,þó stutt sé í hann. Slæmur vegur,labb með græjur og 150-200 metra sund til að komast á almennilegt dýpi.En alveg þess virði þegar útí er komið. Mikið um gróður,stór þangskógur og mikið botnlíf eins og td krabbar kuðungar krossfiskar og igulker.Einnig er mikið af fiski þarna og er karfinn áberandi. Þurfti svo að mæta í hreinsunardag i vinnunni á frídegi auðvitað.

í þangi uppleið  


Komst að

því í gær að kvenfólk hefur alveg einstæðann eiginleika umfram okkur karlpeninginn.Sem er að tala endalaust. Sótti kellu úr vinnu i gær og frænku hennar sem vinnur á sama stað.Og sú getur talað.Frá því við ókum frá vinnustaðnum að Kringlunni, í Kringlunni og á heimleið og heima held ég að hún hafi náð að þagna í ca 10 mínútur af kannski þriggja tíma leiðangri. Og auk þess hefur hún þessa skerandi páfagauksrödd sem bergmálar með 100 desibelum í öll eyru í næsta nágrenninnu. Þessi hálfur frídagur eftir næturvakt fór annars i ekki neitt fyrir utan þessa hátóna Kringluferð.

Svo stendur til að skreppa yfir til Vestmannaeyja kannski i vikunni og jafnvel kannski ekki fyrr en seinna í sumar.Til að kafa að sjálfsögðu.Við köfuðum 2 fyrir fáeinum árum við Faxasker til að athuga um flak sem liggur þar. Sonur og bróðir skipstjórans sem var á bátnum bað um að athuga hvort eitthvað lægi við skerið svo við fórum 2 niður báðum megin skers og tókum myndir.Austanmegin fundum við leifar gamallar skútu með dönsku nafni ílla farin og auk þess undinn botn af tréskipi líklega af því sem við vorum að leita af. Dýpi cirka 10-12 metrar.Vestanmegin vorum við  komnir á meira dýpi og klikkaðan straum sem gerði allt erfiðra Þar fundum við mikið af braki en ekkert sem gat staðfest það að við værum í réttu flaki þó allt benti þó til þess. Nú vilja semsagt sömu aðilar að aftur sé farið í brakið vestanmegin til að staðfesta að það sé Helgi ve 333 og ef hægt er að koma upp með sönnun. 


Hver

Silfravill koma í hellinn minn?

Ætlaði að

vera extra duglegur eftir næturvakt er ég kom heim i morgun Það var nefnilega sameiginlegur tiltektardagur i blokkinni en er til kom gerði ég ekki handtak,sofnaði rétt áður en allt byrjaði.Svaf þó bara í ca 2 tíma Þá kom einn frændinn i pössun og stuttu seinna systir hans svo dagurinn fór i að vera með þeim. Enduðum á hamborgara áti. Skellti mér svo á næturvakt.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband