Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

það sem ég hef prófað

neðansjávar:

1. flækt mig i neti..ekki gaman.

2. synt í net viljandi til að vera fiskaður upp bara til að sjá viðbrögðin sem urðu ógleymanleg.

3. sest á stórt igulker sem var sárt.

4. misst belti og þotið upp..tvisvar

5. misst munnstykkið útúr mér og horft á það líða frá....nærri drukknaður

6. ælt vegna undiröldu....vont og ekki gaman

7. rekið við....kostur engin lykt

8. sungið ....gekk ekki prófa næst með heilgrímu.

9. fengið húrrandi niðurgang og ekkert getað gert nema láta það.........enda á 40m dýpi

10 boxað við annann kafara....hlægilegt fyrir aðra að sjá allt i slow

11. etið og drukkið neðansjávar þarf smá tækni ekki mælt fyrir byrjendur

12. stolið fiski frá handfærabát.....

13. flækt línum veiðimanna og eða sett allskonar hluti á önglana...getur stundum verið gaman

14. Lent i árekstri við sel ...sárt

15. lent í samstuði við háhyrning ennþá sárara.

16. bitin af skjaldböku. vont,mér að kenna var að veifa puttunum framan í hana

17. óþægilegt faðmlag við litinn kolkrabba...gaman eftirá ekki á meðan

18. bjargað leikfangasvifflugu...ánægður krakki sem fékk sitt til baka

19. fengið innilokunarkennd i hellaköfun....óskemmtilegt

20. tekist að villast i þangskógi...sem sýnir að allt er hægt....

21.verið tekin sem selur af skyttu sem betur fer lélegri skyttu....skaut á móti með neðansjávarbyssu og hitti jeppann hans

22. Lent í múrenu  ég lifði af heill en búningurinn fór í tætlur á gallann ennþá

23. fest uppblásna dúkku á akkeri á bandarisku herskipi á ytri höfninni í næturköfun..adrínalinkikk

24. stokkið útí með opinn galla blautt og kalt

25. fengið bát yfir mig á leið upp, þýddi neyðarköfun niður á full speed.

þetta er bara litið brot miklu meira hefur verið gert bara að leyfa ykkur að sjá að líf kafara getur verið spennandi.... 


Aftur

andaðist tölvan mín í dag Fór allt i einu að haga sér eins og Makki sem ruglaði öllu kerfinu svo i fyrramálið eftir vakt munu standa yfir lifgðunartilraunir og breytingar með endurræsingu. Að svo stöddu eru blóm afþökkuð eða þar til annað kemur i ljós....

Eitt fyrir Önnu Karen

Fouadal Faslran frægasti bloggari Saudi Arabiu segir:

Réttindi dýra jafnast á við mannréttindi......... 


Afrekaði

eitt í köfun sem ég hélt ég myndi aldrei gera en það var að sofna í köfun Að líða áfram í þyngdarleysi og steinsofna er bara meiriháttar en að vakna við það að dúndrast á botninn með látum og hrökkva upp og kveikja snögglega á perunni og fatta hvar maður er staddur er aftur á móti ekki eins ............

draumur

eða milli draums og vöku ,er og var ekki viss þegar þetta skeði.Nokkrir mánuðir síðan. Lagði mig að degi til enda hafði ég verið á tvöfaldri vakt kvöldvakt og næturvakt. Fannst vera á því bilinu að vera að sofna eða vakna þegar ég fann hnykk á rúminu eins og einhver/eitthvað leggjast á það við hliðina á mér Fann kulda og eins og eitthvað taka utan  um mig og um leið heyrði ég eitthvað eins og dimmraddað hvísl sem sagði 3 orð tvisvar sinnum á einhverju erlendu tungumáli sem ég greindi ekki síðan hvarf þetta. Hef aldrei fattað hvað þetta gæti hafa verið......dulrænt.??

þá vitið þið það

c_documents_and_settings_smfr_borgarholtsbrau_my_documents_regn.jpg
svona lítur regn séð neðansjávar

Alltaf er þetta

eins. Á vinnudögum getur maður og vill helst sofa út. Á frídögum þegar maður veit að maður getur sofið ögn lengur er maður glaðvaknaður fyrir allar aldir Svindl.Alien

Eigi

c_documents_and_settings_smfr_borgarholtsbrau_my_documents_mynd.jpg
veit ég hvernig er að lenda fyrir bil og langar ekkert að prófa það að verða fyrir lest Heldur ekki að taka göngutúr ínn í flugvélahreyfil eða vefjast um skipsöxul.Aftur á móti veit ég hvernig er að verða fyrir sel á fullri ferð beint framan á sig og það er sárt. Þessi sætu skemmtilegu neðansjávarfélagar geta á augabragði breyst í lifandi tundurskeyti....

Þá er það

´komið á hreint.Tékknesku stúlkurnar koma 4 des,(vá á afmælisdaginn minn) Nú er bara að standa sig og gera sitt besta til að þær fái bestu jól forever...Fékk skilaboð frá stjórn munaðaleysishælisins þarna úti að þeim hefur verið tilkynnt boðið og spennan er alveg að fara með þær.Eins fékk ég að vita að vegabréfsumsóknir þeirra fékk flýtimeðferð,yfirleitt tekur mánuði fyrir fólk að fá úthlutað vegabréfi hehehe svona er að hafa sambönd. Í kjölfarið fékk ég að vita alla forsögu þeirra sem venjulega er ekki gefin upp til styrktaraðila en eitthvað setti af stað hjá þeim að það var leyft i mínu tilfelli. Amma þeirra er eini lifandi ættingi þeirra sem býr i frekar frumstæðu sveitaþorpi þar sem nútiminn hefur ekki rutt sér til rúms við þannig aðstæður að hún getur ekki annast þær enda orðin 87 ára.Skilst að sú gamla er búin að gera mig að þorpshetjunni hehehe....Bjóst ekki við þessum viðbrögðum þarna úti.........Blush

Viltu koma

c_documents_and_settings_smfr_borgarholtsbrau_my_documents_selur_a_fer.jpg
út að leika ?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband