Leita í fréttum mbl.is

Ætlaði í rólegheit

eftir næturvaktina í morgun en allt fór á annan veg Í byrjun neitaði billinn að hreyfa sig.Ástæðan var að hann var fastur á kviðnum en ég mokaði undan honum svo það fór í lag. Þá hringdi ein frænkan til að minna mig á að ég ætlaði að redda ljósi fyrir hana svo ég ákvað að klára það mál.Önnur frænka hringdi fljótlega hafði frétt að ég hefði aðstoðað hina svo nú vildi hún sinn tíma svo þangað fór ég.Sú vildi bara spjall og tíma.Og aðstoð með heimaverkefnið sitt. Þá var það bankinn enn eina ferðina.Sækja kellu og versla inn var næsta mál á dagsskrá Og að endingu næturvakt í góða hvassa blauta veðrinu sem núna stendur yfir.

Lífið

er leikhúsmiði.Smile


Mættur á næturvakt

eftir góða matveislu.Allar frænkurnar mættu á svæðið og litli stubbur í sínum supermanklæðnaði.Ein frænkan kom því i gegn að ég myndi fara með henni í Kringluna,tók eiginlega fast loforð svo ég verð að standa við það.Lenti í því svo að aðstoða 2 nágranna en bílarnir voru fastir í stæðum enda snjóþungt mjög ef einhver hefur ekki tekið eftir því. Reddaði netbankanum í dag eða næstum því Þarf að fara aftur á morgun gleymdi einhverju leyninúmeri.Svo aftur á morgun í bankann.

Næturvakt senn

að ljúka og ég sé fram á að grafa bilinn upp sem yfir nóttina breyttist í stórann snjóskafl. Síðan er stefnt á heita sturtu,bankast nefnilega klúðraði netbankanum í gær svo ég verð að gera mér ferð í bankann til að láta opna aftur.Svo fékk ég skipun frá general kellu að sækja hana um kl 1500 í stað 1600. Ástæða svo hún geti klárað eldamennsku í sambandi við boð seinnipartinn hjá frænku hennar.Hennar fólk hefur þann sið að hafa svokallaðann minningardag. Semsagt einhver deyr og nákvæmlega einu ári seinna hittast ættingjar til að minnast þess látna.Pósturinn er farinn að skila sér á réttann stað þó ekki allur enn eru reikningar að skila sér inn. Sem er gott mál. Starfsmannafundur er í dag en ég get ekki verið á 2ur stöðum í einu (nema vera klónaður) svo ég verð að fórna honum.Enda kemur eins og venjulega ekkert út úr honum Reyndar endurtekið efni fund eftir fund um það sem þarf að gera eða breyta og niðurstaðan er alltaf sú að á endanum er ekkert gert. Þá er bara eitt eftir Að finna sköfuna.......

Þetta gæti

verið framtíðarsýn á Íslandi Smile

íslenskur fíll


5 daga

næturvakt framundan og ég verð að viðurkenna að mér hlakkar ekkert til.Hitti gamla kærustu eða þannig i bankanum.Eða kannski samasem kærustu.Vorum saman á gæsluvelli í den Ekki að vinna heldur vorum við í gæslu. Vorum harðákveðin í því þá að þegar við næðum aldri myndum við giftast. En það fór á annann veg, hún flutti út enda dóttir franska sendiherranns á þeim tíma.Núna er hún stödd hér á landi því eiginmaðurinn er í franska sendiráðinu.Algjör tilviljun að ramba á hvort annað í banka eftir allann þennan tíma. Engin gifting þó fyrirliggjandi enda bæði í fastri fangavist. Þetta er í annað sinn sem einhver úr forni forneskju skýtur upp kollinum...

Búinn að finna

það út að einn félagi úr köfuninni ætti ekki að leggja fyrir sig söng Simon sá eini sanni myndi fljótlega eða strax i byrjun skjóta hann í kaf Vorum nefnilega að koma heim eftir notalega buslferð á sjávarbotninn. Með helling af hörpudisk og krabba. Dóttir hans og frænkurnar mínar voru á sama tíma að koma úr sinni veiðiferð með fulla poka af sælgæti eftir söng og dirrendí.Fengum að heyra hvaða lag þær stöllurnar hefðu tekið fyrir gjafmild fyrirtæki. Svo kom félaginn með sína útgáfu.Og ég verð að segja að fílahjörð hefði tekið þetta betur.Þetta var nístandi falskt hjá honum,gæti notast sem góð yfirheyrsluaðferð hjá Bush og ko. Mín eðaleyru allavega þoldu þetta ekki. Og örugglega engin í næsta nágrenni. Hann gæti allavega leyst af gömlu almannavarnaflautuna.Tounge

Snjór snjór

meiri snjó....

snjór


Gáta

Finnið þið falda skepnu?

gáta


Skrapp í

djúpu laugina í gær.Vígði nýjustu tæknina sem var gleraugu sem eru samt útlitandi eins og venjuleg köfunargleraugu en eru þó útbúin þeim eiginleikum að maður les af þeim dýpi hita og allar þær upplýsingar sem á þarf að halda í neðansjávarferð.Allt birtist fyrir framan þig á innanglersskjá. En maður þarf greinilega að venjast því,því ég var ekki alltaf með athyglina á umhverfinu og var því að nuddast utan í allt. Sleppti þó öllu nuddi við eitt stk steinbít og eina skötu minnugur þess hvernig fór fyrir einum Ástralanum þarna um árið. Og loksins kom pósturinn Þrátt fyrir allar réttar tilkynningar um nýtt heimilisfang fór pósturinn eitthvað á flakk en er byrjaður að rata í rétt hýði.

Litli stubburinn hann frændi minn tók uppá því að hrekkja systur sína Hún var eitthvað að dunda við heimaverkefni úr skólanum og skrapp frá Hann náði í blekbyttu og hellti innihaldinu útum allt. Þar á meðal verkefnið Hún er núna í því stuði að pakka bróður sínum í kassa og senda hann í næstu ferð í alþjóðlegu geimstöðina aðra leiðina.

umhverfisgrænt uppleið

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband