Leita í fréttum mbl.is

Nýtt ár

byrjaði heldur betur með hörðum árekstri.Ekki þó á bilnum. Eftir nokkuð róleg áramót yfir mat og drykk í faðmi vina og fjölskyldu og eftir að hafa sprengt fáeina flugelda að íslenskum sið,var ákveðið að fara í smá neðansjávarsund. Köfunargræjurnar rifnar úr geymslu og útí bíl.Ekið á köfunarstað og allt gekk vel. Farið í búning og græjur settar á sig og enn allt tíðindarlaust. Svo var farið á bryggjuendann og stokkið framaf. Á síðustu sekúndubrotinu áður en maður skall í NorðurAtlanshafið sem maður hefði haldið að væri nógu stórt fyrir alla sá maður óvænta fyrirstöðu. Annar kafari á uppleið akkúrat á sama haffleti og ég er að fara niður og búmm.Báðir lifðu af og búnaður óskemmdur ef frá er talið fáeinar rispur á kútum. Eftir stutt tékk var áframhald á köfun og tíma eytt í heimi steinbíta og sela. Engin kreppa þar á bæ eða öllufremur þar á botni,þegar botninum var náð..

Gleðilegt ár öll sömul.


Síðasta

köfunarferð ársins 2008 var farin í gær í ágætu veðri og þrumugóðu skyggni.Hvassahraunið var viðkomubotnstaður. Og náttúrulega var myndavélin með í för. Síðasta neðansjávarmynd ársins var af sel sem var ekkert feiminn við myndavélina og pósaði  í nærmynd. Dýpi ferðarinnar var ca 15-18 metrar.

selur


Róleg jól

að baki fyrir utan smá ferðalag með fáeina útlendinga útá landsbyggðina Farið var að Seljalandsfossi og Skógarfossi sem aldrei klikka og endað á Sólheimajökli. Ein frænkan ætlar að koma í heimsókn á gamlárskvöldi og vildi fá sína flugelda svo maður verður að redda því hehe,skjóta fáeinum bankastjórum upp og ríkisstjórninni með.

Svo með öðrum orðum Gleðilegt nýtt ár Takk fyrir gamla....


Varð að setja þessa inn

þó svo það sé jól :

bbchylo.jpg

 


Ísland

hefur aldrei í raun verið lýðræðisríki nema þá bara á pappírunum. Í raun hefur ríkt hér flokksræði með tilheyrandi spillingu og óþef. Í dag er tækifæri til að breyta landinu í raunverulegt lýðræðisríki. Við eigum að koma núverandi spillingarríkisstjórn frá völdum með öllum ráðum, ef ekki með góðu þá með valdi og í leiðinni hreinsa út bankastjóra gamla kerfisins. Kjósa á ný með breyttu lagi. Banna gömlu stjórnmálaflokkanna sem alið hafa á spillingunni og kjósa fólk sem sýnir að það sé hæft til að stjórna. Koma nýju kosningakerfi á. Til dæmis gæti hver sem er 35 ára eða eldri boðið sig fram til Alþingis (með breyttu sniði )en yrði að sýna fram á að hann eða hún væri hæf að fylgja sinum stefnumálum eftir. Þyrftum ekki að breyta neinu í sambandi við Alþingi annað en það að í stað flokka sem færi með völd væri það hæft fólk hverju sinni. Fólk sem kosið væri af fólki og ynni fyrir fólkið i landinu. Ríkisstjórn yrði valin á sama hátt þannig að tryggt yrði að hæfasta fólkið væru með völd hverju sinni Allir yrðu að skrifa undir eið um að ef eittthvað kæmi uppá væri því skylt að segja af sér hið bráðasta. Annars ætlaði ég bara að segja til allra landsmanna og bloggvina vina og vandamanna :

jol.jpgGLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI NÝTT ÁR.


Ég

væri alveg til í að fara leið íraka og kasta öllum mínum skóbirgðum á þessa aula sem enn sitja á ráðherrastólum og skilja ekki vilja þjóðarinnar að hunskast burt. En ég held að þeir myndu ekki skilja meiningu skókasta svo vitlausir eru þeir. Þeir myndu örugglega ekki skilja ef og þegar vopnuð barátta gegn þeim yrði tekin upp.

Farið var í gær

áður en allt góða veðrið skall á í stutta köfun til að sækja í soðið. Kom með Steina frænda upp ( steinbít) og fáein ígulker handa frænku og frændastóðinu sem aldrei fá nóg af því að bæta slíku í safnið. Kláraði svo jólagjafainnkaupin í Smáranum og er að fara að byrja á jólakortaskriftum og ætla að stefna á að klára það barasta í kvöld.í kafisæturég

Ofaná

allt þá koma þeir með þetta

Þetta er bara hrein og bein glæpastarfsemi.

Alveg komin timi til að velta þessari stjórn frá með valdi og stinga þessum 30-40 manna auðmannahring í fangaklefanna...

Með lögum skal landráð dæmast


mbl.is Þrýsta vísitölunni upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband