Leita í fréttum mbl.is

Þingvallarköfun

Sumarið 2006.Fórum fjórir  saman í sól og blíðu og stefnan tekin á Þingvöll Ákveðið var að fara 2 kafanir,í Silfru og aðra blindandi á einhverjum nýjum stað.Í byrjun var farin hefðbundin ferð í Silfru frá veginum að útjaðri gjáarinnar og til baka aftur.Og allt gekk vel.Tekin hvildartími samkvæmt köfunartöflu en síðan var farið hinummegin við veginn.Kattagjá svokölluð varð fyrir valinu lítil og þröng.Gekk vel i byrjun en brátt var farið undir hraun semsagt hellaköfun sem ekki var reyndar það sem stefnt var að en áfram var haldið og ég settur í forustuhlutverkið.Vorum komnir i hálfgerðar ógöngur þegar litið gat kom i ljós og ákvað ég að fara upp stinga hausnum upp til að tékka á nánari staðsetningu.Þar fyrir í laut innan um hraunið voru 2 eldri konur að kjafta og sleikja sólina þegar ég birtist eins og skrattinn úr sauðaleggnum uppúr jörðinni Fékk ekki einusinni tækifæri til að bjóða góðann daginn því þær gömlu voru farnar með því sama í hálfgerðu losti. Annað gat var rétt hjá nógu stórt til að við kæmust upp með búnaðinn og lögðum við á okkur að labba með búnaðinn til baka.Hvernig þeim gömlu hefur reitt af hef ég  aldrei heyrt um. Líklega hafa þær þó náð sér eftir sjokkið.fundur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ef ég þekki þig rétt hefur þér ekki þótt þetta leiðinlegt  að hrekkja er jafn eðlilegt fyrir þig og venjulegt fólk að draga andann

Kristberg Snjólfsson, 17.3.2008 kl. 17:34

2 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

ætli þær hafi þurft áfallahjálp.gleðilega páska

Laugheiður Gunnarsdóttir, 17.3.2008 kl. 18:15

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hrekkjusvín.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.3.2008 kl. 18:20

4 Smámynd: www.zordis.com

Gleðilegt hrekkjusvín, nei meina páska!

www.zordis.com, 17.3.2008 kl. 22:12

5 identicon

Þetta eru nú meiri ævintýrin sem þú hefur lent í, fólk þar sem ekki er von á því og á ekki von á kafara uppúr vatni

Hulda (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 22:33

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 18.3.2008 kl. 09:05

7 identicon

kvitt!!

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband