Leita í fréttum mbl.is

15,11,2007.

Fór í neðansjávarferð uppí Hvalfjörð aftur.Á sama stað og síðast.Í frekar lélegu skyggni var farið niður á leirbotn sem fljótt þyrlaðist upp svo á endanum varð skyggni 0. En það var ekkert að aftra okkur og dunduðum við okkur þarna niðri i ca klukkutíma.Annar gaffall  fannst merktur hinum konunglega breska sjóher.Maður getur með þessu áframhaldi farið brátt að nota gömul hnífapör ættuð frá stríðsárunum við borðhaldið. Og drukkið gamlan bjór með sem geymst hefur við bestu aðstæður frá sama tíma. Á reyndar eina óopnaða Carlsberg með framleiðslumerki frá 1941 og Carlsbergmerkinu sem hefur þá viðbót að hakakrossinn er líka á miðanum Fannst í Veiðileysufirði fyrir vestan á 20 m dýpi Kannski einhver kafbátsliði hafi misst hana útbyrðis eða jafnvel einhver af einhverju stóru orrustuskipunum. Hver veit. Kaffihúsaferð eftir vel heppnaða ferð þrátt fyrir ekkert skyggni. Uppáhaldsútvarpsstöðin í bilnum datt  allt í einu út þrátt fyrir að vera í minni og einhver trúarstöð kom inn í staðin sem ætlaði aldrei að fara út þrátt fyrir stillingar en hafðist á endanum.Enskumælandi stöð.Skeði eftir köfun á heimleið. Vinkona köfunarfélagans sem öll er i kafi í spúkithings svo maður notar smá enskuslettu kom með þá hugmynd að þetta hefði verið einhverjum bretanum að kenna sem hefði verið á nesinu á sínum tíma en trúlega hefur bara verið um tæknileg mistök að ræða. Eftir smá lúr var mætt á næturvaktina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

 tæknileg mistök  Neineinei sá í efra hefur ekki þótt veita af að demba þessu yfir þig.

Hvenær á svo að bjóða bloggvinum í konunglegan snæðing....

Magnað með Carlsberg

Solla Guðjóns, 15.11.2007 kl. 23:32

2 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Er ekki orðið svolítið síðan við fengum að sjá kafaramyndir á síðunni hjá þér. Reikna ekki með að það hafi verið neitt myndatökuhæft í 0 skyggni. Þú getur farið að selja gamla stríðs muni á E-bay og orðið ríkur Kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 15.11.2007 kl. 23:43

3 Smámynd: Íris

alltaf nóg að gera hjá þér!

Íris, 15.11.2007 kl. 23:58

4 Smámynd: Ólafur fannberg

á helling af myndum frá neðansjávarheimum Tók reyndar enga mynd i dag enda bauð skyggnið ekki uppá það

Ólafur fannberg, 16.11.2007 kl. 00:05

5 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Á Ekki að smakka á bjórnum ?

Kristberg Snjólfsson, 16.11.2007 kl. 08:22

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 16.11.2007 kl. 10:45

7 Smámynd: Margrét M

Margrét M, 16.11.2007 kl. 13:46

8 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Sigríður Hafsteinsdóttir, 16.11.2007 kl. 15:35

9 Smámynd: Saumakonan

engir gafflar hér... bara eldgömul skrúfa (ró eða eitthvað allavega) úr fallbyssunni úr El Grillo sem trónir hér uppí glerskáp... meira að segja olíulykt af þessum fjanda enn eftir 60 ár!!!   

Saumakonan, 16.11.2007 kl. 18:27

10 identicon

kvitt kvitt

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 06:30

11 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert nú meiri grallarinn ... gaman að finna leynda og gleymda sjóði   Góða helgi!

www.zordis.com, 17.11.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband