Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Rúmlega 2 vikur í

sumarfrí.Á heila 2 mánuði í frí sem er reyndar notað uppí uppsagnartíma.Þó ágúst verði tengt fríi þá verður sá mánuður annasamur.Frakkland fyrstu vikuna,bústaðarferð þá aðra,og sú þriðja (ágúst vikan) verður sett undir Ítaliu og köfun í miðjarðarhafinu.Og allt bendir að í síðustu viku ágústmánaðar verði farandslöppin enn á ferð Hvert er ekki alveg vitað  þessa stundina.

 


1789

fékk frönsk alþýða nóg og gerði byltingu og lúlli 14 missti algjörlega höfuðið.Hún hófst með blóðbaði en þróaðist yfir í styrjaldarbrölt á erlendri grundu. Rúmum 200 árum seinna 1989 áttum við okkar byltingu Bjórbyltinguna og bjórinn var leyfður.Hún hefur síðan þróast í yfirtökur og stórkaup á fyrirtækjum á erlendri grundu.

En hvar er okkar Napóleon ?


Árás á Íran

myndi líklega bara vera byrjun á langri styrjöld í boði Israela og Bandarikjamanna.Og kannski endalokum Israels þar sem öll arabariki myndu sameinast til að slá þá út af landakortinu ef til árásar kæmi. Ekki er vist að stóri bróðir með Bush í fremstu fylkingu gæti bjargað þeim þegar Rússar og Kínverjar og bandamenn þeirra væru farnir af stað...
mbl.is Bush gefur gult ljós á árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fríhelgi

og þá stingur sólin af. Annars er ég ekkert að kvarta Ágætt að fá smá bleytu.Gluggamál eru óbreytt,semsagt ekki búið að gera við Reyndist meira en ég hélt Sérsmíða þarf utanum allt nýtt því brotið var uppúr en þetta á að smella saman í komandi viku.

Kellan er ekkert að bíða með hlutina.Búinn að pakka niður.Eina extrastóra fyrir sig undir alla skóna sem verða liklega ekkert notaðir eða þannig.Og ein litil fyrir mig heheh. Og ef ég þekki hana rétt kemur hún til baka með 3 fullar hehehe.

SmileTounge

 


Mynd.

ein góð.

Horfði

nótt á dýralifsþátt.Ætlunin var reyndar að horfa ekki en ég bara festist við imbakassann Þátturinn var um marglyttur bæði stórar og smáar Það er ein ný sem veldur vísindamönnum hausverk því þeir vita litið sem ekkert um hana Er á stærð við þumalfingur algjörlega gegnsæ og getur smogið inn i allt án neinna vandræða og virðist vera að dreifa sér um alla jörð. Fannst við Japan í byrjun en er nú við öll kyrrahafslönd og miðjarðarhafslönd Hefur nýverið fundist við Bretlandseyjar og haldið er að hún eigi eftir að skella sér enn norðar. Er eitruð og eitrið virðist ráðast á alla líkamsstarfssemi,blóðrás,taugakerfi og vöðva.Vitað er að kafari í þurrbúningi hafi fengið eina slíka inn i gallann og verið eitraður en lifði af og þurrgalli er ein besta vörn fyrir nánast öllum kvikindum sjávar.

Nú eru

sumir væntanlegir ferðalangar að fá glaðning i pósti þar sem tilkynnt er um hækkun á ferðunum þeirra hjá ferðaskrifstofunum. Sjálfur hef ég sloppið við svoleiðis þar sem ég kláraði málið strax. En ef gengið hefði farið í hina áttina, hefðu þá ferðaskrifstofurnar sent bréf ? Um lækkun ferðar ? Ekki held ég það. Það er alltaf sama sagan hjá fyrirtækjum hér á landi Fljótt að taka við sér með að rukka inn hækkanir en ef lækkun er í gangi þá er ekkert gert og farið hljótt.

Var að sækja einn ferðalanginn í gærkvöldi sem búinn er að vera 3 mánuði erlendis í hitabeltinu Hann sagðist hafa verið á báðum áttum í því að koma Úr mjög ódýru verðlagi í dýrtíðina hér. En lét þó vaða.Sagði þó að gott væri að koma í hreina loftið hér.

Og djölullega gengur illa að fá viðgerðamann. Búinn að rekast á það síðustu 3 daga. Það nefnilega losnaði gluggi frá festingum sínum hjá mér fyrir þremur dögum og aðeins 2 litlar skrúfur halda honum á sínum stað. Á 3 hæð og fjölfarinn göngustígur fyrir neðan enda stutt í leikvöll sem er vinsæll. Hef hringt í 3 aðila sem sögðu allir að ætluðu að koma strax enda bara um tímaspurnsmál hvenær þessar 2 skrúfur gefa sig en ekkert hefur bólað á neinum þeirra enn og erfitt er að ná sambandi við þá Annaðhvort á tali eða ekki svarað. 


Skrapp í

sund ég meina köfun í gærkvöldi í blíðskaparveðri og sléttum sjó Eftir ca klukkustundar neðansjávarveru komum við upp á yfirborðið ennþá í sléttum sjó en í svartaþoku.Sem betur fer voru kompásar með i för annars værum við líklega á svamli áleiðis til Grænlands á slóðir ísbjarna og sela.Smile

Tók

uppá þeim óskunda að dauðlanga allt í einu til þess að japla á tyggjói,auðvitað þegar ég hafði ekkert slíkt við hendina.Þetta ágerðist er leið á daginn.Svo hafði ég tíma til að skreppa i sjoppu og verslaði eitt stykki tyggjó,en um leið og ég var kominn með jórturfæðið hvarf bara öll löngun til þess að japla og nú er fullur pakki útí bíl sem biður þess að vera opnaður og  sem að öllum líkindum verður löng bið.

Tími

á smá blogg,þrátt fyrir algjöra tíðindalausa gúrkutíð hér á bæ. Frakkland virðist vera mjög vinsælt í dag hjá ættinni. Ein frænka konunar er nýkomin þaðan Við erum að fara þangað og aðrar  tvær sem skyldar eru kellu eru á leið þangað í sumar. Og litlu frænkurnar vilja ólmar komast þangað Ein er reyndar á leið þangað en hinar tvær áttu að fá að fara en á síðustu stundu var þeim svo bannað. Pabbinn ætlaði að gefa eldri dótturinni ferð til Paris í afmælisgjöf en rétt fyrir brottför bannaði múttan dóttirinni að fara (Þau eru nefnilega skilin) og þá í leiðinni systur hennar líka svo það er bara ein sem fer með okkur.

Engin köfun hefur verið farin aðallega vegna slatta af næturvöktum undanfarið en ætla að bæta það upp í næstu viku enda búinn að vera aðeins of lengi á þurru Er að þorna upp.

Það má segja að letin hafi tekið völdin þessa vikuna Má það alveg amma sagði það..


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband