Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Sjónvarp

Horfði

nótt á dýralifsþátt.Ætlunin var reyndar að horfa ekki en ég bara festist við imbakassann Þátturinn var um marglyttur bæði stórar og smáar Það er ein ný sem veldur vísindamönnum hausverk því þeir vita litið sem ekkert um hana Er á stærð við þumalfingur algjörlega gegnsæ og getur smogið inn i allt án neinna vandræða og virðist vera að dreifa sér um alla jörð. Fannst við Japan í byrjun en er nú við öll kyrrahafslönd og miðjarðarhafslönd Hefur nýverið fundist við Bretlandseyjar og haldið er að hún eigi eftir að skella sér enn norðar. Er eitruð og eitrið virðist ráðast á alla líkamsstarfssemi,blóðrás,taugakerfi og vöðva.Vitað er að kafari í þurrbúningi hafi fengið eina slíka inn i gallann og verið eitraður en lifði af og þurrgalli er ein besta vörn fyrir nánast öllum kvikindum sjávar.

Gömlu tólin reynast

best allavega samkvæmt þeim sjónvarpsþáttum sem ég hef undanfarið glápt á. Það eru þættir um bestu stríðstól sem notuð hafa verið. Um daginn voru það skriðdrekarnir  og valdir voru 10 bestu. Maður hefði að nútímatól hefðu vinninginn en svo var ekki Af 5 efstu voru aðeins 2 nútímadrekar.Breskur hraðskreiður eyðimerkurjálkur vermdi fimmta sæti eingöngu vegna hve vel hann reyndist í 6 daga stríðinu.Í því fjórða valdist gamall gufuketill á beltum úr fyrri heimstyrjöld sem valtaði yfir allt og alla á sínum tíma. Tæknitröllið Abrahamskriðdrekinn,sá ameriski tók þriðja sætið en sá þýski stóri Tigerinn úr seinni heimstyrjöldinni skákaði honum og var valinn i annað sætið.Sigurvegarinn var svo gamli rússajeppinn T34 sem eftir rúm 60 ár er enn í notkun.

Sama var um flugvélarnar Mig24 og F-14 skiptu með sér 3 sæti. Zeroinn sú japanska úr seinna striði tók annað sætið með trompi og besta orusstuvélin var valin Mustanginn einnig úr seinna striði.

Sem sagt það gamla blífur..


Var að

horfa á heimildarþátt í imbanum.Um Víetnambrölt Bandarikjamanna Þar kom í ljós að meginvopn vietkong manna var ekki kúlur eða sprengjur enda áttu þeir litið að því Tóku yfirleitt óspungnar ameriskar sprengjur og notuðu þær gegn fyrrum eigendum. Aðalvopn þeirra sem felldu eða slösuðu meginhluta amerikana var bambus sem notaðar voru sem allskonar gildrur til að hrella óvininn með góðum árangri. Þannig að stórveldi með ógrynni af nýtisku drápsvopnum tapaði fyrir bændaþjóð sem hafði bara bambus að vopni....

Búinn að

taka eftir því að stöð 2 er barasta endurtekið efni daginn út og inn. Sömu myndirnar,sömu þættirnir eru endursýndir hvað eftir annað mörgum sinnum á stöð 2 svo aftur á bíórásinni í jafnoft skipti Taldi eina mynd t.d. Í fjögur skipri trónaði hún á stöð 2 Seinna var hún í 3 skipti á bíórásinni samtals 7 sinnum. Fyrir þetta er verið að borga hátt gjald mánaðarlega Er fólk virkilega ekki orðið þreytt á að sjá sama hlutinn aftur og aftur Langt er síðan ég sagði upp áskrift og fékk gerfihnattakerfi i staðinn Mæli með því,fleiri stöðvar minni peningur og sjaldan um endurtekningar.

Er þetta kannski eins með þetta og eldsneytisverðið ? Fólk lætur bjóða sér endurtekið efni eins og hátt eldneytisverð sem ekki þarf að vera.


Var að

glápa á imbakassann í gærkvöldi á nokkuð góða mynd um flugræningja sem rændi þotu og flaug til Moskvu.Með gamla Heston í flugstjórasætinu.En greinilega gerð í kalda stríðinu. Svo engin aðgangur að rússneskum tólum. Rússneskar þotur sem áttu að vera MIG-29 reyndust franskar Phanton, rússnesku hertrukkarnir voru greinilega framleiddir í Ford verksmiðjunum og Willisinn birtist óbreyttur nema að því leyti að lítil rauð stjarna var á hliðunum. Volvo og Jagúar áttu svo líklega að vera ríkisreknar Volgur Meira að segja vopn rússanna voru M-16 og önnur amerisk vopn. Greinilega Hollywood að verki  hehehe.

Var að

horfa á imbann.Á Historystöðina.Um Rudólf Hess,þennan sem stakk af yfir til Englands til að reyna samninga. Nýjasta nýtt í því máli samkvæmt nýjustu gögnum var því ýjað að sá sem eyddi árunum í Spandaufangelsinu hefði ekki verið Hess heldur tvífari hans Hann sjálfur fórst flugvél ásamt 14 öðrum. Hvar ? Á Íslandi ásamt einum meðlimi konungsfjölskyldunnar en hún var með því að semja við Þjóðverja en gamli jálkurinn með vindilinn kom i veg fyrir það. Einnig var meinað að Hitler hefði haft fulla vitneskju um flug hans jafnvel sent hann. Þá vitið þið það.Smile

var að

horfa á eina klassiska í nótt.....hetjur Kellys ein sem ódrepandi og alltaf jafngóð þó aldurinn færist yfir.Góðir leikarar sem allir skila sínu Sunderland (Donald) er alveg klassi sem skriðdrekastjórinn....

Sá á stöð 2

þátt um tannlækna í USA, um klúður og ýmsa aðra hluti tengt tannlæknum.Og ég sem þarf að mæta hjá tönnsu eftir vakt.Uppörvandi beint i æð eða þannig.........

Verð bara

segja að Dorrit kom vel út í umræðuþættinum Maður fékk að kynnast örlitið þeim hliðum sem venjulega sést ekki opinberlega,persónulegum hliðunum sem hún var ófeimin að ræða um. Held að þau hjónin hafi verið heppin með hvort annað.

Var að horfa

erlenda sjónvarpsstöð áður en ég mætti á næturvakt Um matarvenjur manna og dýra. Yfirleitt horfi ég ekki á þætti tengt mat en náði þó að festast við þennan Meðal annars kom i ljós að maðurinn etur nánast allt en umhverfi og menning spilar inni hvað hann setur uppí sig. Sýnd var tilraun með ýmsan mat og kom í ljós t.d. að 100-120 ára gömul egg sem kínverjar og japanir háma í sig með bestu lyst þýddi ekki að bjóða evrópubúa og ostur sem evrópubúum fannst sælgæti var nánast eitur í augum Asiubúa. Kóalabjörninn fékk stimpilin sem matvandasta tegundin borðar bara laufblöð af einni tegund í öll mál og bara ferskt. Maurar fuglar og menn áttu sameiginlegt að sækjast í sætt og sykur meðan ljón og skyld rándýr vildu bara kjöt og ekkert annað. Hákarlar höfðu góða lyst á öllu allt frá rafgeymum til mörgæsa nema eitt kom á óvart Þær hákarlategundir sem voru prófaðar fúlsuðu allar við einu : kjúklingi

Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband