Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Mætti i vinnu

aftur eftir langa fjarveru í dag og verð að játa að maður er eiginlega algjör byrjandi aftur Þarf að rifja margt upp aftur. Og tilbreyting er að hafa rigningu eftir mánaðardvöl í eintómri sól og svækju. Einhvern næstu daga mun ég setja ferðasöguna hingað inn um samskipti min við krókódílanna.Þeir reyndar voru ekkert svo slæmir,ekki eins og maður hélt Önnur dýr áttu það til að vera miklu verri að eiga við. En þetta kemur allt á næstu dögum Nú er bara að venjast íslenskum aðstæðum uppá nýtt. Vonandi hafa bloggvinir átt ágætar stundir á meðan ég var í burtu. Reyndar ætlaði ég að vera nettengdur á ferðalaginu eða öllufremur ferðalögunum en málið var að Pólland er pínu á eftir í netvæðingu og í frumskóginum kom i ljós að tettengingin við gerfihnött reyndist vera smáklikk Reyndar komust við i samband við hnött sem reyndist vera veðurhnöttur svo við fengum alltaf nýjustu veðurspár en ekkert annað. En eins og sagt var í upphafi senn líður að ferðasögunni af frumskógardvölinni.

Pólland vika 2.

Fyrsti dagur annarrar viku í landi Pólverja fór i skoðunarferð í stærsta kastala Evrópu sem er hlaðinn múrsteinum. Um 2 og hálfa klst tók að fara skoðunarferðina um kastalann sem var þýskur í byrjun en svo tók konungur Pólands hann yfir vegna skulda riddara þeirra sem byggðu hann. Þar sló ég met sem búið var að standa í 4 ár. Fólgst það í því að klæðast klæðnaði að hætti miðaldarriddara með tilheyrandi vopnum og hlaupa svo frá síkisbrú inn í kastalann uppá þriðju hæð gegnum litla þrönga hurð sem var byggð fyrir fólk 1,50 á hæð og þaðan uppá hæsta turninn Sækja þar fána og niður aftur Metið var 28 mín sléttar En þegar ég kom aftur niður lafmóður og másandi eins og trukkur með fánaskrattann í eftirdragi var tíminn 21,72 nýtt met. Tveir næstu dagar fóru svo í það að taka þátt í Napóleonstyrjöld en hann er i miklu uppiáhaldi í Póllandi Fyrri daginn var ég yfir fallbyssuliði  með 11 fallbyssur. Fékk skipun á pólsku að staðsetja þær á 2ur smáhæðum Reyndar setti ég hluta þeirra á kolvitlausum stað og beindi þeim til hliðar enda ekkert sterkur í máli innfæddra. Seinna í orrustunni kom það sér reyndar vel því prússar sendu riddaralið  í hliðarárás beint á móti fallbyssunum sem ég hafði staðsett ranglega í upphafi Aðra stundina var ég semsagt skúrkurinn sem var næstum búinn að klúðra orrustunni hina stundina hetja dagsins. Næsta dag var önnur orrusta sett á svið. Þá var ég kominn í fótgöngulið Frakka. Þrammað var í byrjun í 30 stiga hita og  dúnalogni 40 km leið í fullri múnderingu þess tima Leið yfir nokkra á leiðinni Ég kláraði  3 vatnsflöskur á leiðinni. Svo var stillt upp og síðan þrammað á móti fallstykkjum Breta og fótgönguliði. Framhlaðningar eru erfiðir í notkun,komst i raun um það Að skjóta og kafna næstum í eigin púðurreyk var auðvelt en að hlaða aftur var annað mál. Setja púður hamp og kúlu á met tíma var ekki fyrir mig. Tók óratíma að hlaða en sumir voru reyndar komnir á lag með það að hlaða og skjóta 3-4 kúlum á örfáum mínútum. En ekki ég. Rest af dvöl minni í Póllandi var svo eytt í Susz þorpinu sem við dvöldum í. Við spil drykkju át og innkaup. Svo var haldið til Gdansk og vél þaðan tekin til Danaveldis Þaðan var svo haldið áfram til lands krókódílanna.

Póllandsferð. 1 vika.

Lentum í Gdansk í góðu veðri sól og 30 stiga hita. Fórum til Susz sem er sveitaþorp í ca 2 klst fjarlægð frá flugvellinum. Þar komum við okkur fyrir í blokk innan um innfædda. Hittum væntanleg brúðhjón sem voru á fullu við undirbúning. Næstu 2 dagar fóru í verslunar og skoðunarferð Svo kom brúðkaupsdagurinn. Athöfnin byrjaði kl 14OO að pólskum tima með því að væntanleg hjón komu á hestvagni Athöfnin tók um 45 mín en síðan var haldið í kastala þar sem matur og drykkur beið gesta. Veislan stóð i heila 3 daga með endalausri drykkju áti og dansi. Tekið var smá lúr annarslagið til að hlaða batteriið. Siðan var haldið áfram á fullu. Dagurinn eftir veislu fór i svefn og þynkumeðferð. Svo var farið í hinar ýmsu skoðunarferðir í allar áttir. Einn daginn lentum við í ákeyslu þriggja bíla Málið var  að einn var kyrrstæður á mjóum sveitavegi annar var að fara af stað sem var fyrir aftan hann svo við stoppuðum til að hleypa honum áfram Þá kom einn á þrumandi ferð og þeytti okkur á þann sem var kyrrstæður Engar skemmdir urðu á bilunum nema þeim aftasta sem fór i klessu Og engin slys á fólki. Á meðan á biðinni stóð eftir löggæslunni fékk ég gæludýr til að leika við litla sæta græna engissprettu. Helginni var eytt við drykkju á vodka og snakkáti ásamt áti á pylsum síld og brauði. Og á staðum sem við bjuggum á eignaðist ég fljótlega unga vinkonu á frænku aldri sem hagaði sér fljótlega eins og frænkurnar heimavið. Smá breyting varð svo á ferðinni önnur vika bættist við en brúðhjónin buðu okkur í vikutíma í viðbót sem var eftirminnilegur......

Mættur á svæðið

eftir mikla langa og eftirminnilega för í heilan mánuð.Er alveg í heilu lagi og slapp alveg við bit þó stundum hafi þó oft munað litlu. Breytingar urðu á ferð Pólandsferð lengdist um viku og hin styttist um viku Þá er bara að byrja á ferðasögunni: 

« Fyrri síða

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband