Leita í fréttum mbl.is

Pólland vika 2.

Fyrsti dagur annarrar viku í landi Pólverja fór i skoðunarferð í stærsta kastala Evrópu sem er hlaðinn múrsteinum. Um 2 og hálfa klst tók að fara skoðunarferðina um kastalann sem var þýskur í byrjun en svo tók konungur Pólands hann yfir vegna skulda riddara þeirra sem byggðu hann. Þar sló ég met sem búið var að standa í 4 ár. Fólgst það í því að klæðast klæðnaði að hætti miðaldarriddara með tilheyrandi vopnum og hlaupa svo frá síkisbrú inn í kastalann uppá þriðju hæð gegnum litla þrönga hurð sem var byggð fyrir fólk 1,50 á hæð og þaðan uppá hæsta turninn Sækja þar fána og niður aftur Metið var 28 mín sléttar En þegar ég kom aftur niður lafmóður og másandi eins og trukkur með fánaskrattann í eftirdragi var tíminn 21,72 nýtt met. Tveir næstu dagar fóru svo í það að taka þátt í Napóleonstyrjöld en hann er i miklu uppiáhaldi í Póllandi Fyrri daginn var ég yfir fallbyssuliði  með 11 fallbyssur. Fékk skipun á pólsku að staðsetja þær á 2ur smáhæðum Reyndar setti ég hluta þeirra á kolvitlausum stað og beindi þeim til hliðar enda ekkert sterkur í máli innfæddra. Seinna í orrustunni kom það sér reyndar vel því prússar sendu riddaralið  í hliðarárás beint á móti fallbyssunum sem ég hafði staðsett ranglega í upphafi Aðra stundina var ég semsagt skúrkurinn sem var næstum búinn að klúðra orrustunni hina stundina hetja dagsins. Næsta dag var önnur orrusta sett á svið. Þá var ég kominn í fótgöngulið Frakka. Þrammað var í byrjun í 30 stiga hita og  dúnalogni 40 km leið í fullri múnderingu þess tima Leið yfir nokkra á leiðinni Ég kláraði  3 vatnsflöskur á leiðinni. Svo var stillt upp og síðan þrammað á móti fallstykkjum Breta og fótgönguliði. Framhlaðningar eru erfiðir í notkun,komst i raun um það Að skjóta og kafna næstum í eigin púðurreyk var auðvelt en að hlaða aftur var annað mál. Setja púður hamp og kúlu á met tíma var ekki fyrir mig. Tók óratíma að hlaða en sumir voru reyndar komnir á lag með það að hlaða og skjóta 3-4 kúlum á örfáum mínútum. En ekki ég. Rest af dvöl minni í Póllandi var svo eytt í Susz þorpinu sem við dvöldum í. Við spil drykkju át og innkaup. Svo var haldið til Gdansk og vél þaðan tekin til Danaveldis Þaðan var svo haldið áfram til lands krókódílanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Humm þú í fullum skrúða að hlaupa

Kristberg Snjólfsson, 7.9.2007 kl. 17:47

2 Smámynd: Íris

Vá þú hefur aldeilis slegið metið!! 
Hehe, það er gaman að vera bæði skúrkur og hetja

Íris, 7.9.2007 kl. 17:48

3 Smámynd: Ólafur fannberg

Tók óratíma að hlaupa upp og hurðarskrattinn var ekki til að hjálpa en samt náði ég þeim titli að slá metið.

Ólafur fannberg, 7.9.2007 kl. 18:02

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ja hérna Ólafur minn það virðis vera nóg að gera hjá þér og gaman.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.9.2007 kl. 18:04

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið þykir mér vænt  um að sjá þig aftur Óli minn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.9.2007 kl. 18:34

6 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Til hamingju með metið :) Það hefur verið gaman að taka þátt í svona söguherleik.

Gangi þér vel í landi krókodílanna

Vatnsberi Margrét, 7.9.2007 kl. 18:45

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Til hamingju og gaman að sjá færslu frá þér...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.9.2007 kl. 19:13

8 Smámynd: halkatla

glæsilegt met - haltu áfram að skemmta þér vel, ég hefði sko persónulega ekkert á móti því að kíkja við í kastala, mér líður hvergi betur

halkatla, 7.9.2007 kl. 21:13

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fínt að fá þig aftur!!

Hvað ég er stolt af þér að slá met eins og trukkur

Gott að vera búin að endurheimta þig

Knús á þig

Hrönn Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 22:23

10 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Vá það er ekkert smá gaman hjá þér   . Eigðu góða helgi vinur knús og klemm

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 7.9.2007 kl. 23:02

11 Smámynd: Margrét M

dobre

Margrét M, 8.9.2007 kl. 10:26

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 10.9.2007 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband