Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

eitt það besta

sem maður hefur heyrt.....og séð.....Einn köfunarfélagi datt í hug að hringja í konuna eftir eina neðansjávarferð,og bjóða henni út Hún var til i það. Fór i betri fötin og eftir að við vorum búnir að koma búnaði fyrir ók ég hjónakornunum niðri bæ en hann eða þau voru billaus þennan dag....Nema það að ferðin endaði á Tryggvagötunni þar sem kauði bauð sinni ektakonu uppá eina með öllu......Ég skildi hana svo vel þegar hún tók næsta taxa heim i ekki góðu skapi. Að mér skilst er hún ekki enn búin að fyrirgefa.....

Bústaðarferð

sem fór úr böndunum....vegna fikts....

Byrjaði eins og átti að byrja. Hópur vina að fara í bústað í Munaðanesinu að vetralagi..Síðan eftir bjórdrykkju var spil dregið upp, andaglas Reyndar tók ég engan þátt í því heldur ekki þáverandi kærasta....Við vorum i næsta herbergi að tefla og ég að skíttapa. Svo við vorum ekkert að pæla i því sem fór fram frammi....Fljótlega fór ég í svefn enda verið að gera margt fyrr um daginn man ekki hvað. Og svaf fast alla nóttina að mér fannst en vaknaði þreyttur og einsog lurkum laminn..Kærastan og vinkona hennar voru inni herberginu er ég vaknaði ósofðar. Líka aðrir bústaðargestir sem sváfu litið sem ekkert...ég man ekkert eftir nóttinni annað en hafa sofið En kærastan fyrrverandi og vinkona fullyrtu annað Rétt eftir að ég fór i svefn blikkuðu öll ljós í bústaðnum sem hræddi liðið svo það hætti í andaglasinu...alla nóttina var ég á iði það miklu að þær stöllurnar réðu varla við að halda mér Útskýrir þreytuna og hitt...róaðist undir morgun og sagði vist upphátt að nú væra allt komið i lag en það man ég ekki að hafa gert Eina sem ég man er að hafa bara sofið fast Fljótlega eftir þetta var lokað fyrir...en hefur verið að opnast smá saman á siðustu mánuðum.....


Sniðugt

nú er  hægt að kveikja á grillinu í fjarlægð.....
mbl.is Bandaríkjaher sýnir hitageislabyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

annað dulrænt...

Úr því einn bloggvinur nefndi að hafa heilsað fleirum en voru á staðnum rifjaðist upp fyrir mér ein jól á yngri árum Vorum hjá afa þessi jól og það var snjókoma af gömlu gerðinni ekta snjóbylur..Ég var sendur í býtibúrið að sækja kökur...Gluggi var beint á móti er maður kom þar inn Ég var var við hreyfingu útivið rauk á útidyrnar og opnaði Sá þar mann og konu ásamt 2ur börnum og náttúrulega benti ég þeim að koma inn sem þau þáðu Hentist siðan inn í stofu og kallaði hátt að það væru komnir gestir...gestir sem engin sá eða var var við....nema ég. Amma gamla sem ekkert sá en átti það til að skynja eitthvað sagði seinna að trúlega hefðu þetta verið svokallað huldufólk á ferðinni og með þessu að bjóða þeim inn hefði ég kallað yfir mig heppni sem er að mörgu leyti rétt Hef verið heppinn hingað til með flest sem ég hef tekið uppá að gera......

Var að horfa

á BBC prime svona rétt fyrir næturvakt. Á þátt sem nefnist Haunted.Frásagnir fólks sem lent hefur í hinum ýmsu málum bæði slæmum og góðum kannski mest slæmum....kannski ekki réttur þáttur svona fyrir nætuvaktarbrölt......

Þáttur kvöldsins minnti mig á það sem kom fyrir mig á yngri árum c.a 7-8 ára.'Atti heima í sveit þá.Einn heima enda foreldrar að vinna báðir í sláturhúsi staðarins enda sú vertið í fullum gangi. Áttum heima í stóru 2hæða húsi og hluti efri hæðar var enn ófrágengið..Var niðri að leika mér í og við teppalagðann stiga sem lá upp. Heyrði allt i einu skell eins og skápahurð væri skellt en fataskápur af stærri gerðinni var einmitt uppi síðan kom þessi svakalegur kuldi og fýla römm...síðan heyrðist eins og einhver eða eitthvað koma niður stigan þungt þó svo hann væri teppalagður Mér fór heldur betur að líða illa þaut inn í svefnherbergi foreldra og undir rúm staldraði stutt þar og þaut út í garð..fannst þar seinnihluta dags á náttfötunum. Í 3 daga dvaldi ég síðan hjá afa á nærliggjandi bæ þar sem ég neitaði alfarið að stíga inn fæti inn i húsið fyrr en þá.

Eftir þetta fæ ég oft á tilfinninguna ef ég er einn að horfa á eitthvað svona að einhver eða eitthvað standi fyrir aftan mig finn yfirleitt smá gust og kulda sem hverfur um leið og einhver annar er nálægt...Hingað til hef ég ekki látið athuga málið hvað þetta var eða er.....


þurfum ekki

formúlu 1 í sjónvarpinu Alveg nóg að vera á götum og vegum landsins....hvenær lærir fólk Vonandi fær þessi ökuskirteinið sitt klippt í stykkjatölu....
mbl.is Mældist á 199 km hraða á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búinn að fá

frekari upplýsingar um desemberferðina, frumskógarköfunarferðina. Semsagt farið í desember svo jólahald þessa árs verður haldið á Filippseyjum lang inní hálfókönnuðum frumskógi innan um kóprur sem bíta og spýta,sporðdreka (ekki mitt uppáhald, sko er að meina skepnuna) apa og krókódíla en þeir eru efstir á búsetulistanum í þessu stöðuvatni sem kafa á í sem er um 56m þar sem dýpst er svo vitað sé. Það verður fjör að kafa með þeim hehee hlakka til Ennfremur er fiskategund litlir tittir sem narta enda eitthvað skyldir frændum sínum í Brasiliu....  fröken moskitó ríkir þarna en það er það minnsta vandamál Síðast er ég var á þessum slóðum vildi móskitó ekki mig Er víst eitraður...Og ekki má gleyma tarantúlunni og frænkum hennar...semsagt nóg af skemmtilegum leikfélögum Búinn að tryggja mér netsambandi svo ég get bloggað þegar að þessu kemur. Og bloggað grimmt hahaha. Þetta verður 12 manna hópur 4 kafarar ég frá Íslandi 1 frakki og 2 ástralar Einn læknir verður i för 2 sem sjá um eldamennsku (innfæddir) rest eru einhverjir visindamenn hverrar þjóða veit ég ekki enn.

var að

horfa á eina klassiska í nótt.....hetjur Kellys ein sem ódrepandi og alltaf jafngóð þó aldurinn færist yfir.Góðir leikarar sem allir skila sínu Sunderland (Donald) er alveg klassi sem skriðdrekastjórinn....

Búinn að

kveljast hjá sjúkró og líka það að afhenda úrið góða..Stór stund hjá honum að fá það afhent...reyndar líka hjá mér að afhenda hlutinn....verð barasta að játa það...Reyndar biðu þeir 2 eftir mér Þýskur sagnfræðingur sem er að skrifa bók um áhafnir þýsku kafbátanna í seinna stríði svo það lítur útfyrir að ég endi í þýskri bók hehehe.....frægur í Þýskó....

Er að hugsa um

að setja þessa í ökuskirteinið og vegabréfið.......sætur selur

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband