Leita í fréttum mbl.is

Lokkaði

normal_feb06033.jpg
einn í gær í djúpið bláa.Eða með öðrum orðum fór með einn í köfunarferð sem hefur lengið langað að kikja niður. Vorum heppnir hittum á sel sem var alveg óhræddur og til í að umgangast okkur gestina. Steinbítur lét einnig sjá sig og síðan uppúr þurru birtust 2 kafarar sem voru að kafa á sama stað. Gæjinn fílaði allt þetta alveg í botn náði sér i igulker til minja og vill nú fara út í sportið á fullu.Þá segir maður bara eins og sagt er á biðstofunum NÆSTI...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þjóðarblómið

Er ekki kalt að vera í sjónum?? brr...

Þjóðarblómið, 24.11.2006 kl. 09:02

2 Smámynd: Margrét M

heyrðu ég er pínu forvitin - er kalt að kafa hér á Íslandi , ástæðan fyrir spurninguni er sú að við hjónin lærðum á kanaríeyjum(bara PADI, en okkur langar til að prófa einhverntíman hér ) ,vorum í blautbúningum en mér var alltaf skítkalt .ég kláraði námskeiðið í djúpri sundlaug ( sjórinn var of gruggugur þann dag) og þegar við vörum búin að vera c.a. 20 mín niðri þá var ég farin að skjálfa ur kulda he he ,svo kennarinn tók restina á hraðferð .. það hefur ekki heillað mig að prófa hér ,vegna kuldans ( sem að ég held að sé í sjónum hér)  

Margrét M, 24.11.2006 kl. 09:06

3 Smámynd: Ólafur fannberg

Það er ekkert kalt hér við notum þurrbúninga hér sem halda heitu svo við finnum ekki fyrir kulda nema þá helst á þingvöllum en þá eftir langan tíma niðri...

Ólafur fannberg, 24.11.2006 kl. 09:28

4 Smámynd: Margrét M

þannig að kuldakreistum er þá óhætt . takk fyrir svarið annars

Margrét M, 24.11.2006 kl. 09:39

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Mig hefur líka alltaf langað að prófa að kafa... en ekki þorað vegna óttans við kulda...

Þjóðarblómið, 24.11.2006 kl. 10:52

6 Smámynd: Ólafur fannberg

það eru margir sem halda að það sé of kalt hér til köfunar Þurrgallarnir halda á okkur hita Svo er það líka miskilingur um dýralifið Að visu er litadýrðin meir erlendis og þeir hafa kóralrifin en við höfum mun fjölbreyttara líf og meira botnlíf

Ólafur fannberg, 24.11.2006 kl. 13:14

7 Smámynd: halkatla

ég held að köfun sé eina jaðarsportið sem heillar mig. ég er hrædd við sjóinn en ekki saklaus vötn og sérstaklega ekki skrímslalaus vötn. Þetta er svo mikið ævintýri að sjá alla þessa neðansjávarstaði. Mig langar að fara til Japan og kafa. Ég held samt að ég myndi aldrei nenna að klæðast gallanum, það er svo mikið vesen. En frábært að sjá þessar myndir af köfuninni, þær eru geggjað flottar

halkatla, 24.11.2006 kl. 15:17

8 Smámynd: Birna M

Ég öfunda þig af þessu þetta hlýtur að vera geggjað skemmtileg vinna.

Birna M, 24.11.2006 kl. 20:48

9 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Vá, þú lifir tvöföldu lífi

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 24.11.2006 kl. 22:49

10 Smámynd: Ólafur fannberg

hehe hvað meinarðu með tvöföldu lífi ? Hljómar eitthvað Bonds legt

Ólafur fannberg, 25.11.2006 kl. 00:05

11 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Ég meina nú bara ofan og neðan sjávar .... hljómar bara svona skemmtilega

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 25.11.2006 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband