Leita í fréttum mbl.is

Siðir og venjur

Ein góð vinkona úr bloggheimum, hún zordis kom með þá spurningu hvort heimaland konunar ætti ekki allskonar siði eða venjur. Svo ég ákvað að koma með fáeina. Þeir hafa valentinusardag hjá sér en eins og kannski hér hefur hann ekkert verið mikið uppá pallborðið hjá þeim.Hann kom með Kananum á sínum tíma þegar þeir tóku við yfirráðum af Spánverjum.Annars snúa flestir siðir að fjölskyldunni eða ættinni. T.d er skylda að sýna þér eldri manneskju virðingu sem þýðir að þegar fjölskylda kemur saman þá er nánast skylda að þeir sem yngri eru heilsa þeim sem eldri eru og er þá byrjað á elsta og unnið niður með kveðju Fer oft langur timi bara í kveðjur.Sama gildir um að hjálpa þeim eldri og getur sá eða sú sem beinlinis neitar gamalli manneskju um aðstoð átt á hættu að aðrir fjölskyldumeðlimir loki á viðkomandi. Þeir hafa bóndadag og konudag og sérstakan dag ætlaðan börnum Þá daga er stjanað við viðkomandi og gefnar gjafir.Hátiðisdagar eru margir þó ekki eins margir og hér Magelandagurinn er haldin vegna sigurs á Magelan og co fyrir langalöngu og frelsisdagur er á þeim degi er þeir losnuðu undan oki Japana. 1 maí þekkist ekki.Jólahald er svipað og hér nema kannski að í stað kl 1800 hér á landi er það miðnætti sem allir hittast yfir góðum mat. Og jólin þar byrja snemma eða í nóvember,enda í febrúar svo nánast 3 mánaðar hátíðarhöld.Haldið er bæði uppá kristin jól og þau kínversku erlendis en hér á landi er látið nægja þau kristnu.  Gæti týnt upp fleiri venjur en veit ekki hvar á að byrja svo þetta er allavega látið nægja að sinni..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Takk fyrir þetta!  Það virðast sem flest lönd haldi upp á einhverja spes hátíðisdaga sem er gott.  Mér líst vel á barnadaginn, það er eitthvað sem enginn hefur innleitt eða hvað??

Hafðu góðan dag kæri prakkari!

www.zordis.com, 15.2.2008 kl. 12:09

2 Smámynd: Ólafur fannberg

Japanir eru líka með svona dag ætlaður börnum. Þá er eitthvað gert með börnum sem fá frí i skólum til að eyða degi með foreldrum eða ættingjum.

Ólafur fannberg, 15.2.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband