Leita í fréttum mbl.is

Þar sem úti

er veður vont og ekkert köfunarhæft rifjaði ég það þó upp að ég hef reyndar kafað i svona veðri.Það var ógleymanlegt. Það var á þeim tíma þegar fiskeldi var í straumsvíkinni. Var reyndar að læra köfun þá.Mætti í tíma en þá hafði veðrið versnað heldur betur og kennaranum leist ekkert á að fara útí. Eigandi fiskeldisins var komin á staðinn en vegna veðurs þorði hann ekki að fara á smábát út að fiskeldinu. Á endanum fór það svo að kennarinn öllu vanur og ég byrjandinn fórum útí og köfuðum þangað sem fiskeldið var því ekki var hægt að synda á yfirborði vegna ölduláta. Þurftum þó að fara uppá yfirborð þegar á áfangastað var komið til að koma böndum sem losnað höfðu niðrá botn aftur á stólpa sem þar voru Neðansjávar var þetta upp og niður og svo snögglega til hliðar ferð Undiraldan skaut okkur i allar áttir Skyggni ekkert og nýdrukkið kaffi leitaði uppleiðar ásamt matarleifum síðustu máltíða. Þannig að það var ælt,þotið til hliðanna hringsnúist kastast upp og niður,sannkallaður neðansjávarrússibani en fiskeldinu björguðum við. Góð reynsla í köfunarnáminu sem kom sér vel í seinni köfunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

einhvern veginn finnst mér líklegt að ég fjúki já... þ.e.a.s. ef ég voga mér útúr húsi... hef frekar áhyggjur af keflavíkurferðinni minni á morgun ef þetta heldur svona áfram.

Hulda (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 12:29

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er gott að það kom sér vel í seinni köfunum Ólafur minn.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.12.2007 kl. 13:18

3 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Vatnsberi Margrét, 14.12.2007 kl. 15:37

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þú kallar nú ekki allt ömmu þína.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.12.2007 kl. 16:45

5 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Það hefur verið gaman í þessarri ferð hjá þér. Þú virðist demba þér út í í næstum hvaðs veðri sem er. Eigðu góðan dag. Kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 16.12.2007 kl. 12:34

6 Smámynd: Ólafur fannberg

yfirleitt er dúnalogn neðansjávar nema þegar undiralda nær niður á eitthvað dýpi sem sjaldan er

Ólafur fannberg, 17.12.2007 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband