Leita í fréttum mbl.is

ferðasaga 1 hluti

Haldið var frá veldi Dana í 20 klst flugferð á slóðir krókódíla.Lent í ca 30 stiga hita Eftir ca 3 tima keyslu á gömlum Willisjeppum sem voru örugglega uppá sitt besta á timum seinni heimstyrjaldar, eftir einhverskonar troðningum sem átti að heita vegur var komið á áfangastað inni frumskógi við stöðuvatn þar sem tjaldbúðir og bambuskofar biðu eftir okkur. Deginum eytt í að koma sér fyrir og kynnast öðrum. Við kafararnir vorum fljótir að grúppa okkur saman og líklega svipað með hina. Næsti dagur fór svo i að kanna fyrstu köfunaraðstæður koma búnaði upp og gera klárt. Smá skoðunarferðir  farnar um nágrennið. Lítið um moskitó en því meira af maurum sem bíta við fyrsta tækifærið. Flugukvikindi á stærð við teskeið er það sem og var allann tímanm sem við óttuðumst mest af þeirri skordýraflóru sem var allstaðar í kringum okkur.Tvær -þrjár stungur gat orsakaði slæm veikindi jafnvel flog Fleiri stungur voru jafnvel banvænar. Og hávaðinn í kvikindinu voru á við ég veit ekki hvað. Á kvöldin voru það leðurblökurnar sem voru á sveimi og áttu það til að rata inn í tjöld og kofa með tilheyrandi látum þeirra sem inni voru sem jóðluðu eða öskruðu fór eftir tónlistasmekk þeirra sem hlustuðu. Aalvandamálið voru maurarnir sem allstaðar gátu smogið sér innfyrir. Kóngulær og eðlur voru fljótlega teknar í starf. Að hefta maura og flugur í að lauma sér að næturlægi inn. Þessa fyrstu 2 daga bólaði ekkert á aðaldýrategundinni allavega ekki í nánd þó maður heyrði i þeim í fjarlægð. Þannig að í rólegheitunum var tíminn mest notaður að kynnast og aðlagast nýjum lifnaðarháttum Gleyma nútímaþægindum og lifa frumstætt í bland við náttúrunna.

Meira í næstu færslu .......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Púff held að svona lúxus henti mér ekki vill frekar þægnilegt hótel með sundlaug og góðum bar

Kristberg Snjólfsson, 13.9.2007 kl. 08:16

2 Smámynd: Saumakonan

mikið djööö er gaman að "sjá" þig aftur hrekkjudýrið þitt!!!

Hef verið svo löt við að bæði blogga og fara bloggrúnta undanfarið en nú skal úr því bætt og ég fylgist spennt með áframhaldi af ferðasögunni

Knús á þig ljúfurinn og mikið er gott að þú komst heill heim í íslensku veðráttuna

Saumakonan, 13.9.2007 kl. 08:55

3 Smámynd: Helga Linnet

Ég held að ég kjósi frekar nútímaþægindi og góðan lifnaðarhátt takk

Helga Linnet, 13.9.2007 kl. 09:46

4 Smámynd: Margrét M

jamm .. survival hvað

Margrét M, 13.9.2007 kl. 11:15

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Uss þetta hefur verið hættu ferð ekki mundi ég þora að vera þarna.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.9.2007 kl. 12:20

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég þoli ekki pöddur... en ferðasagan er góð.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.9.2007 kl. 17:55

7 Smámynd: www.zordis.com

Það eina sem mér fellur ekki við eru teskeiðaflugurnar

Heilmikið ævintýri fyrir Krókódíla Fannberg.  Velkominn lifandi heim !!!

www.zordis.com, 13.9.2007 kl. 18:04

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Pöddur! Stafirnir eru svo litlir að það er allt morandi í pöddum hérna á síðunni! Er þetta tölvan mín eða er letrið svona smátt? SVARAÐU MÉR STRAX!

Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 18:48

9 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ekki hefði ég viljað vera þarna. Hugaður ertu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.9.2007 kl. 21:58

10 Smámynd: Petra

Úff ekki hefði ég vilja vera þarna í þessum fluguheimi því ef ég sé einn geitung þá er eg komin á harðahlaup (ég veit að maður á ekki að hlaupa undan þeim) en jæja svona er bara lífið það er allavega gott að þu ert komin heill heim :)

Hef áhveðið að koma mér af stað aftur inní veraldarheimin þótt fyrr hefði verið. :)

Petra, 14.9.2007 kl. 08:13

11 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Kvitt  eigðu góða helgi vinur .

Klemm og knús

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 14.9.2007 kl. 09:29

12 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Pöddur eru ekki....alls ekki fyrir minn smekk. Nútímaþægindi, takk. Bíð nú samt spennt eftir krókudílunum....en bara á bloggi. Góða skemmtun.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 14.9.2007 kl. 09:59

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Stórskemmtileg ævintírastemming og þessi líka yndislegi félagsskapur.....bíð eftir myndum ...knúsulús.

Solla Guðjóns, 15.9.2007 kl. 11:49

14 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

gott að þú komst lifandi frá þessari dýraflóru,

Laugheiður Gunnarsdóttir, 15.9.2007 kl. 20:44

15 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Gott að vera búin að fá þig heim heilu og höldnu Bíð spennt eftir framhaldinu.

Sigrún Friðriksdóttir, 15.9.2007 kl. 22:08

16 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég fylltist heimþrá við lestur þessarar færslu. Fattaði svo að ég var heima...hjúkk.

Brynja Hjaltadóttir, 16.9.2007 kl. 19:43

17 Smámynd: halkatla

ú bara leðurblökur og læti - frábært að geta "upplifað" þetta svona í fjarlægð

halkatla, 17.9.2007 kl. 20:26

18 Smámynd: Agný

Ég hitti leðurblöðkur í Danmörk en sem betur fer bara í fjarska..en nokkra froskavar ég næstum búin að myrðameð því að stíga á greyin en það var kanski eins gott að ég var á göngutúr í dimmu..en nóg hljóð heyrði maður...

Agný, 18.9.2007 kl. 00:54

19 Smámynd: Unnur Guðrún

Gangi þér vel með framhaldið af ferðinni.

Unnur Guðrún , 18.9.2007 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband