Leita í fréttum mbl.is

Helgarferð

í bústað í nágrenni Borgarness var vel heppnaður. Föstudagskvöldið fór í heita pottinn og að koma sér fyrir alls um 20 manns en tíu voru bara eina nótt. Ég fékk alveg nóg að gera stax í byrjun því 3 fræknar (frænkurnar) og einn frændi sáu um það að ég var fastur með þeim. Daginn eftir eða reyndar morguninn eftir snemma eða um 8 kom yngsta frænkan 5 ára og barasta vakti mig af værum stuttum nætursvefni (sofnaði um kl 5 e.m) Sú vildi fara í morgungöngu snemma morguns og eftir smá samningaviðræður um áframhaldandi svefn smástund lengur var samið um langan göngutúr.Þegar komið var að göngutúr höfðu hinar frænkurnar fengið nasasjón af hinni væntanlegri göngu og bættust við í hópinn. Á göngunni komum við að hestahjörð sem tók vel í klapp og grasgjöf. Um kvöldið var tekið í spil og horft á videó auk þess að heiti potturinn var mikið notaður. Frænkurnar voru sammála í því að saka mig alsaklausan í því að svindla í spilum og það meira að segja í veiðimanni. En upp komst að þær voru ekkert skárri. Sunnudagurinn var tekin snemma,vaknað um kl 0600.Fara átti á rúntinn eitthvað um kl 0800 en ekki lagt af stað fyrr en 1000.Farið var beint af augum og endað á Skagaströnd og Akureyri reyndar í Bónus Akureyri nánar tiltekið.Frænkurnar drógu mig svo til kirkju reyndar ekki i messu bara til að skoða.Hamborgarastaður var næsti viðkomustaður þar sem etið var slatti af frönskum og með því. Komið seint til baka Uppí bústað kom i ljós að hin í hinum bílnum höfðu ekið á fugl á leiðinni en hann hafði farið inn í grillið. Reyndar eftir smá yfirlit undir minn bíl en frænkan sem var með mér sagðist alltaf heyra eitthvað undir bilnum svo ég fór undir og þar uppundir öðru framhjólinu var lítill spóaungi Hefur verið örugglega á göngu yfir veginn og sogast upp og uppundir hlífðarpakkningu og lifað af. Mánudagsmorguninn var pakkað saman þar að segja helmingurinn af liðinu Restin verður áfram fram að helgi. Þá reyndist billinn vera alveg dauður skildi eftir gps í hleðslu sem hafði tæmt allt rafmagn af svo ég fékk að vigja startboxið mitt. Bara að tengja bíða í ca 30-40 mín og billinn í gang.

Var reyndar komin með niðurgang og fylgifiska svo það var hlaupið á 30 fresti á wc ið en gat þó sloppið við wc ferðir á heimleið en það fyrsta sem gert var við heimkomu var beint á wc.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er heilmikið æfintýri og gott að fuglinn lifði af. Þú ert nú góður við litlu frænkurnar og þær eiga örugglega eftir að muna þetta. Þetta er nú lengsta færsla sem ég man eftir að hafa sérð eftir þig.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.7.2007 kl. 23:25

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Nú er ég að KLUKKA þig!Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þín og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn ! Ollasak

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.7.2007 kl. 23:28

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Heljarinnar bústaðaferð þetta og ekki skrítið að hafi runnið vel í gegnum þig(margur fengið ræpu af minna)Þetta er nú svolíðið merkilegt með fuglinn...gott með hann

Solla Guðjóns, 11.7.2007 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband