Leita í fréttum mbl.is

Heilir 87

dagar þar til að ég fer út til að gerast krókódílafæða í einhverjum frumskógi.Fyrir 10 árum hefði ég hlegið ef einhver hefði sagt að ég færi í slíka ferð. Ég hló líka þegar gömul kona sagði mér að ég ætti eftir að eyða tíma mínum á köldum óþekktum stöðum neðansjávar eitt sinn.Þá var köfun ekkert á stefnuskránni.Það var ekki til í mínum heimi en nú er ég búinn að læra það að segja aldrei aldrei. Aldrei ætlaði ég í köfun en það skeði Aldrei ætlaði ég að fara útí það að læra hernað en búinn að taka grunnþjálfun.Aldrei datt mér í hug framandi ferðir en er búinn að fara eina, er á leið í eina og fyrir liggur önnur ferð á næsta ári langt inn í frumskóga Nýju Gineu í 3 mánuði innan um fyrrverandi mannætur og jafnvel núverandi. Sami hópur fer þá ferð og fer í ágúst.Og leiðangurstjórinn er þegar búinn að gefa það í skyn að besti vinur þinn á Gíneu sé riffillinn hvað sem það þýðir. Spennandi. Aldrei ætlaði ég heldur að taka uppá því að blogga en það skeði.Svo aldrei að segja aldrei...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hernað? Ó mæ ertu prævat?

tíhí

Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2007 kl. 22:36

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá, hvað þetta verður spennandi! Hlakka til að lesa færslurnar þínar þegar þú kemur heim og fá öll ævintýrin.

Guðríður Haraldsdóttir, 20.5.2007 kl. 22:40

3 Smámynd: Ólafur fannberg

samkvæmt reglum og lögum ætti ég að vera óbreyttur en ekki alveg Tengdó lét mig yfir 11 manna könnunarsveit sem ég hef reyndar aldrei hitt en það skeður í ágúst

Ólafur fannberg, 20.5.2007 kl. 22:41

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú skalt passa þig á þeim. Þeir gætu verið mannætur!!!

hehehehehehehe

Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2007 kl. 22:44

5 Smámynd: Ólafur fannberg

reyndar stefni ég á að blogga ferðina jafnóðum ef það verður hægt annars um leið og heim er komið

Ólafur fannberg, 20.5.2007 kl. 22:45

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

endilega - ef þú getur - jafnóðum. Ekkert eins skemmtilegt og að fá svona beint í æð.....

Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2007 kl. 22:47

7 Smámynd: www.zordis.com

Það er vissara að segja ekki aldrei og alhæfa hluti!  Hvað ætli kona sé búin að gera mikið af aldrei stöffi   Krókódílabeita ....

www.zordis.com, 20.5.2007 kl. 23:14

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Aldrei að segja aldrei því aldrei verður aldrei aldrei

Solla Guðjóns, 21.5.2007 kl. 00:54

9 Smámynd: Ólafur fannberg

sammála

Ólafur fannberg, 21.5.2007 kl. 00:55

10 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Enginn veit sína æfina fyrr en öll er, hvað er fólk líka að slá einhverju föstu um framtíð annarra?

Ester Sveinbjarnardóttir, 21.5.2007 kl. 07:25

11 Smámynd: Ólafur fannberg

segi það

Ólafur fannberg, 21.5.2007 kl. 07:39

12 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Því segi ég það....aldrei er orð sem er betra að fara varlega með, hlutir gerast nefnilega.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 21.5.2007 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband