Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Aukið

hatur á austantjaldsfólki á Islandi er ekki gott mál Það á ekki að dæma heila þjóð eftir einhverju sem 1 eða 2 menn gera. Maður gæti þá eins dæmt 250 milljón manns í sama hatt og þann forseta sem rikir núna yfir þeim. Þekki nokkra pólverja og hef 2var skroppið til Pólands sem er gott land til að heimsækja.Og þeir eru hræddir um börnin sín hér vegna vaxandi haturs. Einn sem ég hef kafað mikið með er einn af þessum sem vill dæma alla undir sama hatt,einn gerir eitthvað og þá er rest af sama þjóðerni eins Vill ekki sjá neina undantekningu frá því sjónamiði og því miður eru margir eins og börnin eru svo alin upp við það. Slæmt mál sem breyta þarf

Maður byrjar á

netflakki um bloggheima og maður endar daginn á bloggheimsnetflakki.....þetta er náttúrulega klikkun

Ekki á hverjum degi

sem maður fær óvænt faðmlag í verslun.En það skeði i dag. Þurfti að fara i verslunarleiðangur eins og gengur og gerist og lenti i biðröð.Á undan mér var maður sem ætlaði að borga hluta af því sem hann var að versla með korti eða reyndar 2ur kortum og rest i peningum.Afgreiðslustúlkan sem var útlend,líklega 99% pólsk með litla íslenskukunnáttu og nær enga enskukunnáttu náði ekki alveg því að strauja bæði kortin,líklega vanari að aðeins eitt væri notað,auk þess að taka við beinhörðum líka og það var eitthvað að rugla hana í ríminu.Og voru þau eitthvað að reyna að vinna úr málinu en ekkert gekk og biðröðin lengdist,svo ég blandaði mér í málið Hún kunni rússnesku ég líka og gegnum hana var málinu reddað og allt gekk upp. Eftir að ég var búinn að fara í gegn og var að yfirgefa svæðið stökk daman nánast i fangið á mér og þakkaði fyrir.(eins gott að kella var ekki með í för hehe)

Endurbættur

gamli nokiasíminn klikkar ekki og komin með myndavél eftir smá breytingu.Grin

nokia


Bleytti örlitið í mér

í morgun eftir næturvaktina og kannski þessvegna ekki fundið þörf á svefni Kom endurnærður uppá þurrlendið aftur eftir ca 48 mín dvöl meðal fiska og ígulkera. Billinn fékk sinn þvott og ummönnun í góða veðrinu.

Svona er

Ísland í dag:

                    ÍSLAND
 


Hef verið

að hlusta á þau lög sem keppa á í Eurovision þetta árið.Spái því hér með að Léttar fari með sigur af hólmi með sinn sjóræningjakveðskap.Ísland verður einhversstaðar fyrir miðju


Fimm

milljón krónum ríkari í c.a 10 mín va ég rétt áðan Tók ekki nema örfáar sekúndur að eyða þeim hehehe.(fasteignakaup)Smile

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband